Hvers vegna leigu- og sölumyndir?
Oft ræðst af sýningarrétti hvenær kvikmyndir eru aðgengilegar í áskriftarþjónustu eins og Viaplay. Við viljum ekki vera bundin af því. Þess vegna bjóðum við upp á kvikmyndir til leigu eða kaups sem þú getur nýtt þér að vild. Þannig færðu fyrr aðgang að nýjustu myndunum í bíó eða metsölumyndunum sem allir tala um.
Þannig virkar það
Eftir að myndir hafa verið sýndar í kvikmyndahúsum er hægt að kaupa þær og síðan leigja þær. Síðan koma þær flestar á streymisveitur eins og Viaplay.
Þar sem við bjóðum upp á allar þessar leiðir finnurðu oft myndir sem eru ekki enn komnar inn í áskriftarþjónustuna. Það eru líka ótrúlega margar sígildar myndir sem vegna sýningarskilmála geta ekki verið lengi í áskriftarþjónustu. Okkur finnst einfaldlega að fólk eigi að fá að sjá fleiri myndir!
Munurinn á leigu- og sölumyndum
Leigumynd streymirðu eða sækir eins oft og þú vilt á 48 tímum.
Keypta mynd eignast þú, en í stafrænu formi á Viaplay. Þú getur sótt hana á símann eða spjaldtölvuna og streymt henni eins oft og þú vilt.
Allir geta leigt og keypt - líka þeir sem ekki eru með Viaplay-pakka.
Hefurðu fleiri spurningar um það hvernig þetta virkar? Hafðu samband við notendaþjónustu eða skrifaðu okkur á Facebook hérna.
*Viaplay áskilur sér rétt til að hætta að styðja eldri skráarsnið og tækni. Þú getur sótt eða streymt kvikmynd þegar þér hentar, en aðeins með tæki sem styður við og er stutt af ferlum og samskiptareglum Viaplay. Eins og er styður kerfið niðurhal með iOS- og Android-tækjum.
**Þú þarft ekki að vera með pakka hjá Viaplay til að kaupa eða leigja, en þú verður að tengja greiðslukort við reikninginn þinn.