Persónuverndarstefna Viaplay

1. Inngangur

Viaplay AB, fyrirtækjaskráningarnúmer 556513-5547 („Viaplay“) er hluti af Nordic Entertainment Group Sweden AB, fyrirtækjaskráningarnúmer 556304-7041 („NENT Sweden“), með heimilisfang í pósthólfi 171 04, 104 62 Stokkhólmi (sameiginlega er vísað til NENT Sweden og Viaplay sem „NENT“, „við“, „okkar“ eða „okkur“). NENT Sweden tilheyrir hópi fyrirtækja þar sem Nordic Entertainment Group AB, fyrirtækjaskráningarnúmer 559124-6847, er móðurfélag („fyrirtækjahópurinn“).

Þessi persónuverndarstefna („stefnan“) gildir fyrir þig („þig“, „þú“, „þitt“, „þín“) sem notar þjónustu okkar. Í stefnunni er útskýrt hvernig NENT fer með persónuupplýsingar þínar þegar þú heimsækir vefsíðu okkar, notar þjónustu okkar, átt í samskiptum við okkur í gegnum samfélagsmiðla eða notar aðrar samskiptaleiðir okkar með öðrum hætti.

NENT Sweden er ábyrgðaraðili persónuupplýsinga þinna. Friðhelgi þín skiptir okkur miklu máli. Þess vegna gætum við þess að persónuupplýsingar sem við söfnum um þig þegar þú notar þjónustu okkar, heimsækir vefsíðu okkar eða notar forritin okkar („þjónustur“) séu vistaðar og meðhöndlaðar með öruggum hætti og í samræmi við viðeigandi löggjöf, m.a. persónuverndarlöggjöf.

Við hvetjum þig til að lesa þessa stefnu gaumgæfilega. Ef þú hefur frekari spurningar um það hvernig persónuupplýsingar þínar eru meðhöndlaðar geturðu haft samband við okkur með því að nota samskiptaupplýsingarnar í kafla 5, „Samskiptaupplýsingar“.

1.1 Börn undir lögaldri

Það er okkur mikilvægt að vernda friðhelgi og öryggi barna á netinu. Af þeim sökum beinum við markaðssetningu á vörum/þjónustu okkar ekki viljandi til barna og söfnum því ekki viljandi þeirra persónuupplýsingum.

2. Vinnsla okkar á persónuupplýsingum þínum

Með persónuupplýsingum er átt við allar upplýsingar sem beint eða óbeint (þ.e.a.s. ásamt öðrum upplýsingum) er hægt að tengja við þig, t.d. nafn, mynd, kennitala, IP-tala, áhorfsferill og upplýsingar um áhugasvið og persónulegt val. Í þessum kafla útskýrum við hvernig persónuupplýsingar þínar eru notaðar til að við getum veitt þér betri upplifun, þjónustu og tilboð.

2.1 Hvaða tegundir persónuupplýsinga vinnum við og hvaðan koma þær?

Við vinnum með persónuupplýsingar sem eiga uppruna sinn á ólíkum stöðum:

2.1.1 Upplýsingar sem þú velur sjálf(ur) að veita okkur þegar þú notar þjónustur okkar eða hefur samband við okkur, t.d.:

 • nafn, netfang, símanúmer, heimilisfang og greiðsluupplýsingar,
  kyn (yfirleitt valfrjálsar upplýsingar),
 • fæðingardagur,
 • ríkisfang,
 • samskipti þegar þú hefur samband við okkur (upptökur af símtölum, tölvupóstar, netspjall o.s.frv.),
 • notandaupplýsingar sem þú velur sjálf(ur) að gefa upp í rannsóknarskyni (t.d. umsagnir),
 • upplýsingar um reikninga á samfélagsmiðlum (athugið að þessi stefna gildir ekki um notkun þína á samfélagsmiðlareikningnum sjálfum), og
 • notandanafn og lykilorð. netfang, símanúmer og aðrar upplýsingar sem þú gefur upp á viðeigandi stöðum þegar þú býrð til notandasíðu.

2.1.2 Upplýsingar sem við búum til eða sem verða til þegar þú notar þjónustur okkar, t.d.:

 • upplýsingar um hegðun þína, s.s. áhorfsferill, bókamerki, flettingar,
 • upplýsingar um heimsóknir þínar í þjónustur okkar í gegnum svonefndar vefkökur (nánar um notkun okkar á vefkökum í kafla 3, „Vefkökur“, og
 • upplýsingar sem vistaðar eru sem streymisferill undir hverri notandasíðu, þegar notaðar eru sérsniðnar notandasíður í þjónustunni.

2.1.3 Upplýsingar sem við sækjum af öðrum stöðum, t.d.:

 • upplýsingar um þær þjónustur sem þú notar frá öðrum fyrirtækjum innan fyrirtækjahóps okkar,
 • upplýsingar frá samstarfsaðilum okkar sem sjá okkur fyrir greiðslulausnum til að þú getir greitt fyrir þær þjónustur sem þú notar og
 • upplýsingar frá samstarfsaðilum okkar, ef aðgangur þinn að þjónustu Viaplay kemur í gegnum samstarfsaðila.

2.2 Í hvaða tilgangi vinnum við persónuupplýsingar þínar?

Við styðjumst ávallt við gildandi persónuverndarlöggjöf þegar við vinnum með persónuupplýsingar þínar. Þetta felur í sér að öll vinnsla okkar byggir á tilgreindri heimild. Vinnslan er í flestum tilvikum nauðsynleg svo við getum veitt þjónustuna, þ.e.a.s. til að við getum uppfyllt samning okkar við þig, eða til að uppfylla lagaskyldur. Í sumum tilvikum kann vinnsla jafnframt að byggjast á svokölluðum lögmætum hagsmunum okkar. Í þeim tilvikum er vinnsla persónuupplýsinga byggir á samþykki þínu munum við óska eftir slíku samþykki áður en vinnsla á sér stað.
Hér að neðan er að finna dæmi um ólíkan tilgang vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum og upplýsingar um á hvaða lögmætisgrundvelli slík vinnsla byggir.

2.2.1 Til að geta veitt þjónustuna

Við vinnum persónuupplýsingar þínar til að:

 • auðkenna þig sem viðskiptavin eða notanda
 • fá greitt fyrir þær þjónustur sem þú notar (meðferð reikninga og greiðslna)
 • reka og veita þjónustuna í samræmi við samninginn við þig
 • tryggja tæknilegt öryggi og virkni þjónustunnar
 • leysa úr bilunum og vinna úr kvörtunum eða ábendingum
 • tilkynna þér um breytingar á þjónustunni

Lögmæti: Nauðsynlegt til að efna samning

2.2.2 Betrumbætur á þjónustunni

Við vinnum persónuupplýsingar þínar, s.s. upplýsingar um það hvernig þú hefur notað þjónustur okkar, til að þróa og betrumbæta þjónustur okkar, m.a. með því að safna saman tölfræðigögnum í greiningarskyni.
Við vinnum persónuupplýsingar þínar til að geta sent þér sem viðskiptavini kannanir þar sem þér gefst færi á að gera þjónustuna enn betri og þannig að hún uppfylli þínar þarfir; endrum og sinnum gætum við sent þér kannanir sem byggja á þinni áhorfshegðun. Ef þú vilt ekki lengur fá beiðnir um að taka þátt í könnunum geturðu einfaldlega tilkynnt okkur það með því að smella á afskráningartengilinn sem finna má í hverjum pósti eða breytt stillingum undir þínum notandareikningi, „Reikningurinn minn“.

Lögmæti: Lögmætir hagsmunir okkar

2.2.3 Markaðssetning

Við vinnum persónuupplýsingar þínar í markaðssetningarskyni, t.d. til að færa þér tilboð, fréttir, meðmæli og upplýsingar um vörur okkar og þjónustu í gegnum póst, tölvupóst, síma og sms-skilaboð, sem þú hefur annaðhvort óskað eftir eða við höldum að þú gætir haft áhuga á. Ef þú vilt ekki lengur fá slíkan markpóst geturðu tilkynnt okkur þetta með því að smella á afskráningartengilinn sem finna má í hverjum pósti eða breytt stillingum undir þínum notandareikningi, „Reikningurinn minn“.

Lögmæti: Lögmætir hagsmunir okkar

2.2.4 Samskipti við þig

Við vinnum persónuupplýsingar þínar í tengslum við önnur samskipti við þig, t.d. þegar þú sendir okkur fyrirspurnir, og til að greina samtöl, tölvupóst og netspjall til að bæta samskipti okkar almennt, bæði í fræðslu- og gæðaskyni.

Lögmæti: Lögmætir hagsmunir okkar

2.2.5 Til að koma í veg fyrir öryggisrof, misnotkun á þjónustunni o.s.frv.

Við vinnum persónuupplýsingar þínar til að tryggja öryggi allrar okkar þjónustu, til að koma auga á eða koma í veg fyrir ólíkar gerðir af ólöglegri notkun eða notkun sem stríðir á annan hátt gegn skilmálum þjónustunnar. Við vinnum upplýsingarnar einnig til að koma í veg fyrir misnotkun og til að koma auga á og koma í veg fyrir fjársvik, vírusárásir o.s.frv.

Lögmæti: nauðsynlegt til að efna samning og lögmætir hagsmunir

2.2.6 Lagaskylda

Við vinnum einnig með persónuupplýsingar þínar þegar okkur ber skylda til þess samkvæmt lögum, t.d. á grundvelli bókhaldslaga.

Lögmæti: Lagaskylda

2.2.7 Aðrar þjónustur innan fyrirtækjahópsins

Með því að skrá þig í þjónustu okkar færðu einnig aðgang að öðrum þjónustum innan fyrirtækjahópsins. Þegar þú skráir þig inn verður notandanafn þitt og lykilorð því notað til auðkenningar í tengslum við aðra þjónustu sem þér kann að bjóðast.

Lögmæti: Lögmætir hagsmunir

2.3 Hversu lengi varðveitum við persónuupplýsingar þínar?

Persónuupplýsingarnar þínar eru aðeins varðveittar eins lengi og þörf krefur til að uppfylla tilganginn með vinnslunni, eða svo lengi sem okkur ber skylda til samkvæmt lögum. Eftir það er þeim eytt í samræmi við neðangreint förgunarferli.

Tegund upplýsinga:

 • Notandaupplýsingar
  • Hvað fellur þar undir?: M.a. upplýsingar um það hvernig þú notar og flettir í gegnum þjónustur Viaplay, um þínar notandasíður (sjá skilgreiningu hér að neðan) og hvaða efnisinnihald þú horfir á og hvenær þú horfðir
  • Varðveislutími: Þar til reikningnum er eytt (eftir 48 mánaða óvirkni)*
 • Svar við könnunum
  • Hvað fellur þar undir?: M.a. upplýsingar um svör þín við spurningum úr ólíkum könnunum vegna þjónustunnar sem Viaplay sendir út
  • Varðveislutími: 2 ár
 • Keppnir
  • Hvað fellur þar undir?: M.a. samskiptaupplýsingar þínar í tengslum við ólíkar keppnir
  • Varðveislutími: 6 mánuðir eftir að keppni lýkur
 • Upplýsingar um þátttakendur í notandaprófun
  • Hvað fellur þar undir?: M.a. upplýsingar sem þú gefur upp þegar þú sýnir því áhuga að taka þátt í notendaprófunum Viaplay
  • Varðveislutími: 12 mánuðir
 • Upplýsingar úr þjónustuveri
  • Hvað fellur þar undir?: M.a. upplýsingar sem þú gefur upp þegar þú hefur samband við þjónustuver Viaplay og hljóðupptökur sem teknar eru upp í fræðsluskyni
  • Varðveislutími: 3 ár (skráning erinda og textasamtöl). 1 mánuður (hljóðupptökur)
 • Reikningsupplýsingar
  • Hvað fellur þar undir?: M.a. upplýsingar um reikninginn þinn, t.d. notandanafn, lykilorð og upplýsingar um þá þjónustur sem þú hefur keypt í gegnum Viaplay
  • Varðveislutími: Þar til reikningnum er eytt (eftir 48 mánaða óvirkni)*
 • Upplýsingar um færslur
  • Hvað fellur þar undir?: M.a. upplýsingar um færslur á þínum reikningi í tengslum við kaup í gegnum þjónustur Viaplay
  • Varðveislutími: 10 ár
 • Pantanir
  • Hvað fellur þar undir?: M.a. upplýsingar um kvikmyndir sem þú hefur keypt í gegnum þjónustu Viaplay
  • Varðveislutími: Þar til reikningnum er eytt (eftir 48 mánaða óvirkni)*
 • Hrunskráning og aðgerðaskráning
  • Hvað fellur þar undir?: Upplýsingar um bilanir og tölvuhrun sem notaðar eru til að finna bilanir og leysa úr þeim
  • Varðveislutími: 3 mánuðir

*Reikningi er eytt eftir að hann hefur verið óvirkur í 48 mánuði. Með óvirkni er átt við að ekki fari fram nein kaup eða aðrar færslur, engin innskráning í gegnum samstarfsaðila okkar (sjá 2.1.3) og engin spilun á efnisinnihaldi eða streymi hafið í þjónustu Viaplay.

2.4 Hverjum afhendum við persónuupplýsingar þínar?

Við kunnum að afhenda eftirfarandi aðilum persónuupplýsingar þínar:

 • fyrirtækjum innan fyrirtækjahópsins, t.d. í markaðssetningarskyni eða til að þróa nýja þjónustu,
 • utanaðkomandi samstarfsaðilum, bæði innan og utan EES, t.d. til að fá aðstoð við framkvæmd kannana hjá viðskiptavinum, vegna greininga og talnagagna, vegna tiltekinna samskipta við viðskiptavini, vegna rekstur tölvukerfis og annarra innri kerfa, til að halda utan um kreditkortafærslur og aðrar greiðslur, og til að verja eign okkar og réttindi, og til að tryggja öryggi bæði viðskiptavina okkar og starfsmanna,
 • samstarfsaðilum þegar þú tekur þátt í könnunum eða keppnum innan þjónustu okkar, eða
 • öðrum móttakendum þegar lög, dómsúrskurðir eða fyrirmæli stjórnvalda mæla fyrir um slíkt.

Til að við getum tryggt öryggi persónuupplýsinga þinna hjá samstarfsaðilum okkar og þjónustuaðilum þurfa öll fyrirtæki sem vinna persónuupplýsingar fyrir okkar hönd ávallt að gangast undir svokallaðan vinnslusamning vegna vinnslu persónuupplýsinga.
Ef við notum samstarfsaðila og þjónustuaðila utan EES grípum við til sérstakra öryggisráðstafana, t.d. með því að gera samninga sem innihalda stöðluð samningsákvæði um miðlun persónuupplýsinga frá framkvæmdastjórn ESB og finna má á vefsíðu framkvæmdastjórnar ESB.

2.5 Hvernig tryggjum við öryggi persónuupplýsinga þinna?

Við tryggjum öryggi persónuupplýsinga þinna með því að grípa til tæknilegra og skipulagslegra öryggisráðstafana.
Allar greiðsluupplýsingar eru dulkóðaðar með almennt viðurkenndri tækni á þessu starfssviði og til að halda utan um þær eru notaðir öryggisstaðlar frá PCI Security Standards Council.

3. Vefkökur

Þegar þú heimsækir vefsíðu okkar getum við einnig safnað upplýsingum og gögnum um þig í gegnum svokallaðar vefkökur. Nánari upplýsingar um það hvernig við notum vefkökur er að finna í vefkökustefnunni okkar á www.viaplay.is/cookies.

4. Réttindi þín

Á grundvelli persónuverndarlaga nýtur þú eftirfarandi réttinda í tengslum við vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum (ef þú vilt nýta þér einhver þessara réttinda geturðu haft samband við okkur með samskiptaupplýsingunum í næsta kafla):

 • aðgangsréttur (þ.á m. réttur til afrita) – réttur á að fá staðfestingu á því hvaða persónuupplýsingar við vinnum um þig og hvernig vinnslan fer fram ásamt réttur til þess að fá afrit af þeim upplýsingum sem við vinnum um þig,
 • leiðréttingarréttur – réttur á að rangar eða ófullnægjandi upplýsingar verði leiðréttar,
 • eyðingarréttur – réttur á að upplýsingar verði fjarlægðar eða þeim eytt,
 • takmörkunarréttur – réttur á að krefjast takmarkana á vinnslu persónuupplýsinga, t.d. ef þú hefur efasemdir um hversu nákvæmar upplýsingarnar eru,
 • andmælaréttur – réttur til að andmæla vinnslu sem byggir á lögmætum hagsmunum, t.d. í tengslum við markpóst, og
 • gagnaflutningaréttur – réttur til að krefjast þess að persónuupplýsingar séu fluttar frá okkur til þín eða annars aðila á rafrænu formi (þessi réttur er takmarkaður við upplýsingar sem þú hefur sjálf(ur) veitt okkur).

Ef þú telur vinnslu persónuupplýsinga þinna ekki vera í samræmi við persónuverndarlöggjöfina hefurðu einnig rétt á að kvarta til Persónuverndar, sem fer með eftirlit með persónuverndarlögum.

5. Samskiptaupplýsingar

NENT Sweden er ábyrgðaraðili persónuupplýsinga og þeirrar vinnslu sem er lýst í þessari persónuverndarstefnu.
Ef þú vilt nýta þér einhver ofangreindra réttinda skaltu vinsamlegast hafa samband við okkur með tölvupósti í gegnum support@viaplay.is.

Ef þú ert með spurningar, ábendingar eða vangaveltur varðandi þessa persónuverndarstefnu geturðu haft samband við opinberan persónuverndarfulltrúa okkar með tölvupósti í gegnum eftirfarandi netfang: dpo@nentgroup.com.

6. Uppfærsla á persónuverndarstefnunni

Þessi persónuverndarstefna var síðast uppfærð þann 12. nóvember 2019. Við áskiljum okkur rétt til þess hvenær sem er að breyta þessari persónuverndarstefnu eða bæta við hana, með því að gera breytingar á vefsíðunni. Við mælum með því að þú gætir þess að heimsækja vefsíðuna reglulega til að fá alltaf nýjustu upplýsingar. Ef við gerum veigamiklar breytingar á stefnunni munum við senda þér tilkynningu í síðasta lagi þrjátíu (30) dögum áður en breytingin tekur gildi í gegnum tölvupóst eða með tilkynningu í gegnum þjónustuna.