Persónuvernd og Viaplay

Við kunnum að meta traust þitt á okkur.

1. KYNNING


Viaplay er þjónusta frá Viaplay Group Sweden AB, kennitala fyrirtækis 556304-7041, („Viaplay Group“) með heimilisfangið Box 171 04, 104 62 Stokkhólmi, Svíþjóð. Viaplay Group er ábyrgðaraðili gagna fyrir vinnslu á persónuupplýsingar samkvæmt þessari yfirlýsingu um persónuvernd („yfirlýsingin“), nema annað sé tekið fram, og mun nota persónuupplýsingarnar eins og lýst er hér að neðan.

Réttur þinn til friðhelgi er í forgrunni alls sem við gerum. Markmið okkar er að veita þér bestu streymisþjónustuna með efni sem er sérsniðið og aðlagað að þér. Til þess þurfum við að vinna persónuupplýsingar þínar og þessi yfirlýsing mun útskýra á gegnsæjan hátt hvernig það er gert, allt frá söfnun og geymslu til notkunar og deilingar á persónuupplýsingum þínum.

Þessi yfirlýsing á við um þig þegar þú stofnar og notar reikning þinn hjá Viaplay, þegar þú ferð inn á vefsíður okkar og forrit, tekur þátt í könnunum, leikjum, notendahópum, gerist áskrifandi að fréttabréfi okkar eða að öðru leyti þegar þú hefur samskipti við okkur á samfélagsmiðlum eða með því að nota einhverja af öðrum rásum okkar.Við hvetjum þig til að lesa þessa yfirlýsingu vandlega. Ef einhverjar spurningar vakna um eitthvað í þessari yfirlýsingu eða sem varðar vinnu okkar við persónuvernd, eða varðandi meðhöndlun á vafrakökum og annarri tækni, er þér velkomið að hafa samband við okkur með samskiptaupplýsingum í kafla 8. Öllum spurningum eða aðstoð við þjónustu Viaplay skal beint til helpdesk eða til þjónustuvers okkar.


1.1 Börn undir lögaldri

Þú verður að hafa náð 18 ára aldri til að stofna reikning hjá Viaplay. Við markaðssetjum ekki viljandi gagnvart, né söfnum persónuupplýsingum frá, ólögráða börnum. Ólögráða börn mega aðeins nota Viaplay með þátttöku, eftirliti og samþykki foreldris eða forráðamanns. Foreldrum eða forráðamönnum er eindregið ráðlagt að setja upp barnastillingar, sem munu sía út allt efni sem telst óviðeigandi fyrir ólögráða börn, áður en börnin fá að nota Viaplay.


1.2 Þjónusta þriðju aðila, tæki og tenglar

Vinsamlegast athugaðu að í sumum tilfellum erum við ekki þau einu sem vinnum persónuupplýsingar þínar þegar þú neytir efnis Viaplay. Til dæmis, þegar þú notar Viaplay í leikjatölvunni eða snjallsjónvarpinu gæti fyrirtækið sem veitir þér leikjatölvuna eða snjallsjónvarpið einnig unnið persónuupplýsingar þín sem sjálfstæður ábyrgðaraðili, og ekki haft neina tengingu við það sem stendur í þessari yfirlýsingu. Það sama á við ef þú smellir á tengil sem fer með þig á heimasíðu þriðja aðila. Ef þú velur að nota Viaplay í gegnum hugbúnað þriðja aðila (svo sem Apple Tv o.s.frv.) kannt þú að vera beðinn um að deila ákveðnum persónupplýsingum með eða frá slíkum þriðja aðila. Þú munt fá upplýsingar um slíka deilingu persónupplýsinga áður en af henni verður. Þú getur fengið frekari upplýsingar um þá þriðju aðila sem hafa aðgang að persónupplýsingum þínum í kafla 3.


2. SVONA VINNUM VIÐ ÚR PERSÓNUUPPLÝSINGUM ÞÍNUM

Í þessum kafla útskýrum við hvernig persónuupplýsingar þínar eru notaðar, svo að við getum veitt þér Viaplay og tengda viðeigandi upplifun, þjónustu, tilboð, og hagsmuni okkar við að bæta þjónustuna. Persónuupplýsingar eru allar þær upplýsingar sem hægt er að tengja við þig, annaðhvort beint eða óbeint. Þetta getur verið nafn þitt, netfang, símanúmer, kreditkortanúmer, IP-tala, áhorfssaga og upplýsingar um áhugasvið og kjörstillingar.


2.1 Hvers konar persónuupplýsingar vinnum við og hvernig söfnum við þeim?

Við getum safnað persónupplýsingum þínum á nokkra vegu:


2.1.1 Upplýsingar sem þú veitir okkur beint, til dæmis við notkun á Viaplay, í gegnum samskipti við þjónustuver, með þáttöku í leikjum eða með því að svara könnunum;

- nafn, netfang, símanúmer, heimilisfang, fæðingardagur, greiðsluupplýsingar (sjá kafla 2.2.6 hér að neðan) og aðrar upplýsingar sem þú veitir undir viðkomandi stillingum við stofnun og/eða viðhald á notandasniði (e. user profile) þínu,
- samskiptaupplýsingar þegar þú hefur samband við okkur (upptökur af símtölum, tölvupóstar, spjall, o.s.frv.),
- netfang, heimilisfang eða símanúmer þegar þú skráir þig á póstlista hjá okkur,
- upplýsingar sem þú veitir þegar þú tekur þátt í leikjum,
- notandaupplýsingar sem þú velur að veita, eins og einkunnir, gagnrýni og svör við könnunum,
- ögn sem tengjast samfélagsmiðlareikningi þínum þegar þú deilir efnir frá Viaplay eða hefur samband við okkur í gegnum samfélagsmiðla (vinsamlegast athugaðu að reglur samfélagsmiðlanna um persónuvernd munu einnig eiga við þig þegar þú framkvæmir aðgerðir samfélagsmiðlareikningi þínum),
- notandanafn og aðgangsorð.

2.1.2 Gögn sem myndast þegar þú notar Viaplay

Þegar þú neytir efnis á Viaplay gætum við safnað og unnið frekari gögn varðandi notkun þína á þjónustunni.

Slík gögn eru unnin, meðal annars, byggt á hegðun þinni og eru tengd við tilteknar notandastillingar þínar til að gefa þér sérsniðna upplifun. Þú getur alltaf stofnað viðbótarnotandasnið til að fá sérsniðnar stillingar fyrir hvern einstakling á heimilinu sem notar Viaplay (vinsamlegast athugaðu að allir sem hafa aðgang að þínum reikningi hafa aðgang að öllum notandasniðum).

Ennfremur, og með fyrirvara um stillingar þínar á vafrakökum, getur vafrahegðun þín (e. browsing behaviour) þín á á kerfum okkar (e. platforms) á meðan á útskráningu þinni stendur, einnig verið tengd við þig með sérsniðinni upplifun þegar þú skrái þig inn (sjá nánar i kafla 2.2.21 hér að neðan)

Gögn sem myndast í gegnum notkun á Viaplay:

- Upplýsingar um hegðun notendasniðs (e. user profile), eins og áhorfshegðun, streymissaga, efni sem finna má í „My list“, hvar notendasnið hætti streymi (virknin sem kallast „halda áfram að horfa“) og hvernig notandinn vafrar í gegnum þjónustuna,
- Búsetuland (landið sem þú skráðir sem búsetuland), og staðsetning (landið sem þú nálgast efnið frá),
- Önnur gögn sem er safnað með vafrakökum eða svipaðri tækni, um heimsóknir þínar í umhverfi Viaplay. Sumar af þeim vafrakökum sem eru notaðar í einhverju umhverfi Viaplay kunna að verða notaðar til markaðssetningar (sjá kafla 2.2.3 varðandi frekari upplýsingar um markaðssetningu. Frekari upplýsingar um hvernig við notum vafrakökur má finna hér)
- Takmarkaðar upplýsingar um samfélagsmiðlareikning þinn, svo sem netfang þitt, þegar þú deilir efni frá Viaplay á samfélagsmiðlum (hinsvegar notum við slíkar upplýsingar ekki í neinum öðrum öðrum tilgangi).


2.1.3 Gögn sem við deilum eða fáum frá ytri aðilum

Stundum fáum við persónuupplýsingar frá öðrum aðilum. Deiling á þessum gögnum er nauðsynleg fyrir annaðhvort okkur eða aðilann sem gögnunum. Sem dæmi má nefna:

- Við deilum gögnum innan fyrirtækjasamsteypu okkar í viðskiptalegum tilgangi, og til þess að geta markaðssett þjónustur okkar, í samræmi við lagaskilyrði,
- Við miðlum upplýsingum til greiðslumiðlana og fáum einnig upplýsingar frá þeim sem gera þér kleift að greiða fyrir áskrift þína, eða annað efni sem þú kaupir eða leigir á Viaplay,
- Við kunnum að þurfa að miðla upplýsingum sem og fá upplýsingar til þess að gefa þér aðgang að Viaplay í gegnum einn af viðskiptafélögum okkar;
- Dreifingaðilar sem og aðrir þriðju aðilar sem þjónusta Viaplay er samþætt við.
- Við kunnum að fá upplýsingar ef við höfum lögmæta hagsmuni af því að fá slíkar upplýsingar frá opinberum aðila, svosem varðandi kröfur sem varðar okkur beint eða óbeint.

- Við deilum eða birtum ópersónugreinanleg gögn, svosem samanteknar (e. aggregated) upplýsingar um heildarfjölda samskipta og umbreytingu á vefnum (e. online conversion) til þess að skilja áhrif stafrænna markaðsherferða Viaplay.


2.2 Í hvaða tilgangi notum við persónuupplýsinga þínar (og á hvaða lagagrundvelli)?


Við vinnum persónuupplýsingar þín í ýmsum tilgangi, en allt fellur það undir að veita þér þjónustu Viaplay. Sérhver tilgangur tengist svokölluðum lagagrundvelli, sem við reiðum okkur á til að vinna persónuupplýsingar þínar á lögmætan hátt. Lagagrundvöllur getur verið framkvæmd samnings, sem þýðir að við framkvæmum vinnsluna til að framfylgja samningsbundnum skyldum okkar við þig, sem stofnast til dæmis til þegar þú samþykkir skilmála okkar. Við kunnum einnig að hafa lögmæta hagsmuni sem lagagrundvöll, sem þýðir ástæður okkar fyrir vinnslu persónuupplýsinga þinna vega þyngra en réttur þinn til verndunar þeirra upplýsinga. Til þess að svo megi verða, framkvæmum við alltaf hagsmunamat til þess að tryggja að við höfum vegið og metið áhrif vinnslunnar á réttindi þín upp á móti ávinningnum af vinnslu persónuupplýsinganna. Við metum annars vegar hvað er nauðsynlegt og hvers þú megir vænta í tengslum við vinnsluna, hins vegar hvernig á að lágmarka áhrif á réttindi þín, svosem með því að nota ópersónugreinanleg gögn þegar því verður við komið. Ef þú vilt andmæla því að persónupplýsingar þínar séu unnar á grundvelli lögmætra hagsmuna getur þú haft samband við okkur í gegnum samskiptaupplýsingarnar í kafla 8 hér að neðan. Af og til kunnum við einnig að biðja um samþykki þitt til að nota persónupplýsingar þínar. Sé samþykki lagagrundvöllur okkar, getur þú hvenær sem er afturkallað samþykki þitt án þess þó að það hafi áhrif á lögmæti þeirrar vinnslu sem byggð var á samþykkinu áður en það var afturkallað. Að lokum kunnum við af og til að hafa lagaskyldu til að vinna persónupplýsingar þínar.

Hér að neðan má sjá í hvaða tilgangi við vinnum persónuuplýsingar þínar, ásamt viðeigandi lagagrundvelli fyrir slíkri vinnslu.


2.2.1 Aðgangur að Viaplay

Við vinnum úr persónuupplýsingum þínum til að útvega og veita þér Viaplay, svo sem til þessa að:
- auðkenna þig sem viðskiptavin og/eða notanda,
- rukka fyrir þá þjónustu sem þú notar (stjórna reikningum og greiðslum) sem og að tryggja að endurteknar greiðslur vegna áskriftar berist,
- tryggja tæknilega virkni á Viaplay,
- - veita þér sérsniðið og aðlagað efni byggt á áhorfs- og vafrahegðun þinni sem og öðrum upplýsingum sem þú veitir okkur (þú getur lesið meira um persónusnið (e. personalisation) hér),
- veita þér þjónustu við viðskiptavini,
- bæta úr göllum og afgreiða kvartanir frá þér,
- tilkynna þér um breytingar á þjónustu okkar.

Lagagrundvöllur: Framkvæmd samnings og lögmætir hagsmunir


2.2.2 Umbætur á Viaplay

Við vinnum persónuupplýsingar þínar, eins og upplýsingar um hvernig þú notar Viaplay, til að þróa og bæta þjónustu okkar, til dæmis með því að:
- safna saman mismunandi gögnum, allt frá áhorfshegðun til tölfræðiupplýsinga fyrir greiningarþörf, til dæmis til að sjá hvaða efni nýtur vinsælda í þjónustunni og hvað ekki, hvaða eiginleika má bæta og hvernig gera má gera notkun á þjónustunni notendavænni,
- leyfa þér að veita endurgjöf í gegnum mismunandi kannanir til viðskiptavina (stundum byggðar á áhorfs- og notendahegðun á Viaplay), af þeim ástæðum sem nefndar eru í liðnum hér að ofan en einnig til að tryggja að við uppfyllum væntingar viðskiptavina og getum haldið áfram að auka ánægju þeirra, og
- skilja, greina, villuleita og laga vandamál í þjónustu okkar.

Ennfremur, og með fyrirvara um stillingar þínar á vafrakökum, getum við einnig notað gögn sem tengjast útskráningu þinni til þess að framkvæma A/B prófun sem og aðra prófun á vefsíðum, í þeim tilgangi að bæta efni vefsíðu okkar og til þess að skilja hvað virkar best fyrir notendur okkar.

Í flestum tilfellum er hvers kyns greining á gögnum framkvæmd á grundvelli ópersónugreinanlegra gagna sem eru aðskilin frá viðskiptavinareikningi þínum.

Lagagrundvöllur: Lögmætir hagsmunir og samþykki


2.2.3 Markaðssetning

Við kunnum að nota netfang þitt, heimilisfang eða símanúmer til að veita þér tilboð, fréttir, meðmæli, o.s.frv. til að markaðssetja þjónustu okkar eða, þegar þú hefur veitt samþykki þitt fyrir því sérstaklega, samstarfsaðila okkar. Við kunnum að veita þér sérsniðna markaðssetningu sem byggist á áhorfshegðun þinni og hvernig þú hefur notað þjónustu okkar til að sníða betur þau tilboð sem þú gætir haft áhuga á. Við kunnum einnig að nota persónupplýsingar þínar þegar þú kýst að taka þátt í markaðsherferðum okkar, svosem í tengslum við „bentu á vin“-kerfi (e. „refer-a-friend“ framework) eða álíka.

Þegar þú skráir þig hjá Viaplay færðu alltaf þann valkost að afþakka sendingar á markaðsefni. Ef þú vilt ekki lengur fá sent markaðsefni frá okkur geturðu látið okkur vita með því að smella á tengilinn Hætta áskrift í tölvupóstsskilaboðum frá okkur eða með því að breyta stillingunum „Minn reikningur“ á notandareikningnum.

Þar að auki kunna persónuupplýsingar þínar að vera notaðar fyrir stafræna markaðssetningu, til dæmis til að búa til flokkanir, rýnihópa eða til að senda þér einstaklingsmiðaðar auglýsingar á samfélagsmiðlum og stafræn auglýsingasvæði, háð annað hvort lögmætum hagsmunum okkar eða viðeigandi kröfum um samþykki. Þú getur fundið frekari upplýsingar um kröfur um samþykki fyrir vafrakökum sem við notum í stefnu okkar um vafrakökur.

Lagagrundvöllur: Lögmætir hagsmunir eða þegar samþykkis er krafist samkvæmt landslögum


2.2.4 Samskipti við þig

Við vinnum persónuupplýsingar þínar þín þegar við eigum samskipti við þig, eins og þegar þú hefur samband við okkur með spurningar í síma, tölvupósti eða í spjalli á samfélagsmiðlum eða þegar þú tekur þátt í könnunum, leikjum eða notendaprófunum sem við stöndum fyrir. Slík samskipti kunna að vera tekin upp og geymd í fræðsluskyni, til að bæta samskipti okkar og sem sem staðfesting á því hvað samið hefur verið um við þig. Mundu að ef þú átt samskipti við okkur í gegnum samfélagsmiðla eiga upplýsingar samfélagsmiðlanna um vinnslu á persónuupplýsingum einnig við.

Þjónustuteymi okkar við viðskiptavini er útvistað til sérfræðinga sem þýðir að persónuupplýsingar þín verða unnin af öðru fyrirtæki, en fyrir okkar hönd, áður en samskipti hefjast við okkur. Við höfum tryggt með samningi að persónuupplýsingar þínar verða unnin af þeim á sama hátt í samræmi við leiðbeiningar okkar, á sama hátt og við værum sjálf að meðhöndla þjónustu við viðskiptavini. Nánari upplýsingar um með hverjum við kunnum að deila persónuupplýsingum þínum er að finna í kafla 3 hér að neðan.

Lagagrundvöllur: Lögmætir hagsmunir og framkvæmd samnings.

2.2.5 Komið í veg fyrir öryggisbrot og misnotkun á þjónustu okkar, þar með talinn réttur okkar til að staðfesta, hafa uppi eða verja réttarkröfur

Við vinnum persónuupplýsingar þín til að tryggja öryggi í allri þjónustu okkar, til að finna eða koma í veg fyrir ýmsar gerðir ólöglegrar notkunar eða notkunar sem brýtur skilmála okkar á annan hátt. Við vinnum líka gögn til að koma í veg fyrir misnotkun ásamt því að finna og koma í veg fyrir svik, veiruárásir og brot á höfundarrétti. Við kunnum einnig að vinna persónuupplýsingar til að staðfesta, hafa uppi eða verja réttar- og aðrar opinberar kröfur fyrir dómi eða hjá öðru yfirvaldi. Í þessu skyni kunnum við að biðja um og fá í hendur okkar opinber skjöl.

Lagagrundvöllur: Lögmætir hagsmunir og framkvæmd samnings


2.2.6 Til að vinna úr greiðsluupplýsingum í skilgreindum tilgangi

Við geymum eftirfarandi kreditkortagögn:
• fyrstu sex og síðustu fjóra tölustafina í kortanúmerinu þínu til að geta aðstoðað þig ef þú hefur gleymt notendanafninu þínu,
• fyrningardagsetningu til að senda þér áminningar þegar greiðslukortið þitt er að renna út og ef þú þarft að uppfæra kortið á Viaplay-þjónustunni,
• dulnefni korts (e. card alias) til að auðkenna hvort kortið hafi verið notað af öðrum reikningi,
• útgáfuland notað af flutningsástæðum til að staðfesta búsetuland þitt, og
• kortategund og síðustu fjóra tölustafi kortanúmers þíns til að gera þér kleift að bera kennsl á hver greiðslukorta þinna hafa verið skráð.

Vinsamlegast athugaðu að greiðsluupplýsingar þínar eru að öðru leyti unnar beint af greiðslumiðlurum okkar, sem eru óháðir ábyrgðaraðilar persónuupplýsinga þinna og vinna slík gögn samkvæmt eigin persónuverndaryfirlýsingu, í þeim tilgangi að rukka þig fyrir þjónustu okkar og efni.

Lagagrundvöllur: Lögmætir hagsmunir og lagaskylda

2.2.7 Til að uppfylla lagaskyldur og beiðnir frá dómstólum/yfirvöldum

Við vinnum einnig persónuupplýsingar þínar þegar okkur ber lagalega skyldu til þess, t.d. samkvæmt skyldu okkar til að halda bókhald eða þar sem okkur er skylt að bregðast við beiðni frá dómstólum og öðrum yfirvöldum.

Lagagrundvöllur: Lagaskylda


3. Með hverjum deilum við persónuupplýsingum þínum?

Stundum þurfum við að deila persónuupplýsingum þínum til að ná þeim tilgangi sem gögnunum var safnað í. Til dæmis kunnum við að deila persónuupplýsingum þínum með:

- Hvaða fyrirtækjum sem er innan samsteypu okkar, til dæmis í markaðsskyni og til að þróa nýja eða endurbætur á fyrirliggjandi þjónustu,
- Ytri samstarfsaðilum og birgjum, bæði innan og utan ESB/EES (nánari upplýsingar má finna í kafla 5), til dæmis til að veita aðstoð við kannanir viðskiptavina, markaðsátak, greiningar og tölfræði og fyrir tiltekin samskipti við viðskiptavini, til að veita upplýsingatækni og aðra innviði, til að stýra millifærslum og greiðslum, til að vernda eign okkar og réttindi og tryggja öryggi viðskiptavina okkar og starfsmanna,
- Samstarfsaðilum ef þú tekur þátt í könnunum eða keppnum innan þjónustu okkar, eða
- Viðtakendum þar sem lagakröfur, reglugerðir eða opinberar ákvarðanir krefjast þess, svo sem til löggæsla eða persónuverndaryfirvöld, til að bregðast við gildum málsóknum, eins og heimildum, dómsúrskurðum eða stefnum.
- Væntanlegum kaupendum á fyrirtæki okkar ef við seljum eða semjum um sölu á fyrirtæki okkar til kaupanda eða væntanlegs kaupanda. Við munum alltaf upplýsa þig áður en flutningur gagna þinna fer fram til kaupanda eða flyst undir aðra persónuverndaryfirlýsingu.
- Þriðju aðilum sem koma vefkökum eða viðbótum (e. plug in) fyrir á vefsíðu okkar, sem gerir þeim kleyft að safna sértækum upplýsingum um notkun þína á vefsíðunni og þjónustu okkar (frekari upplýsingar má finna í stefnu okkar um vefkökur).


4. Hversu lengi geymum við persónugögn þín?


Persónuupplysingar þínar eru geymdar eins lengi og þess þarf til að ná þeim tilgangi sem gögnunum var safnað í, eða eins og krafist er lögum samkvæmt. Eftir það er gögnunum eytt eða þau gerð nafnlaus. Í þessum kafla munt þú læra um um varðveislutímabil okkar, sem eru nánar tilgreind hér að neðan. Vinsamlegast athugaðu að persónupplýsingar kunna að verða unnar lengur en varðveislutíminn hér að neðan greinir frá, séu gögnin talin nauðsynleg til þess að stofna til, sækja eða verja kröfur eða kvartanir fyrir dómstólum eða öðru yfirvaldi. Ef svo er verður umræddum persónuupplýsingum eytt þegar í stað þegar slík krafa eða kvörtun hefur verið staðfest.

- Gögn sem safnað er sem hluta af notkun þinni á Viaplay


o Gögn sem tengjast reikningnum þínum. Þetta felur meðal annars í sér reikningsupplýsingar þínar, svo sem innskráningarskilríki (e. log in credentials), upplýsingar um þjónustu og efni sem keypt er á Viaplay, notenda- og áhorfshegðun o.s.frv. Við geymum persónuupplýsingar þínar í þann tíma sem reikningurinn þinn er til. Ef þú biður um að reikningnum þínum sé eytt eða ef reikningnum þínum er eytt vegna aðgerðaleysis af þinni hálfu (sjá má upplýsingar hér að neðan varðandi aðgerðaleysi), verða persónuupplýsingar þínar gerðar nafnlausar eða þeim eytt.
o Gögn sem tengjast hrunskrám og öðrum skrám (e. crash logs and logs). Við vinnum gögn um villur og hrun þjónustunnar til að tryggja tæknilega virkni Viaplay. Gögnin eru unnin í þrjá mánuði frá söfnunardegi.
o Gögn um færslur og kaup. Við vinnum gögn um viðskipti sem tengjast reikningum þínum sem og í tengslum við kaup í gegnum Viaplay í 7 ár frá lokum þess bókhaldsárs þegar greiðslan var innt af hendi.

- Gögn sem safnað er til að uppfylla lagalegar skyldur okkar og fullnustubeiðnir.

Þegar við vinnum persónuupplýsingar þínar til aðuppfylla lagalegar skyldur okkar eða fullnustubeiðnir, t.d. vegna bókhalds, vegna reikningagerðar, til þess að svara fyrirspurnum yfirvalda, handtökuskipanir, leitarheimildir eða stefnur, munum vinna gögn þín í þann tíma sem tilgreindur er í gildandi lögum.

- Gögn sem safnað er í gegnum þjónustuver eða önnur samskipti við þig.

Við vinnum persónuupplýsingar sem safnað er þegar við svörum spurningum þínum, kvörtunum og beiðnum, þar með talið gögn sem felast í innihaldi skilaboða sem send eru til okkar, í þann tíma sem þarf til að svara fyrirspurninni, kvörtuninni eða beiðninni, en þó ekki lengur en í þrjú ár, ef um er að ræða skrár (e. logs) og textaglugga, og í einn mánuð, ef um er að ræða raddupptökur. Ef tiltekin skilaboð eru eða kunna að vera sönnunargagn í málsmeðferð fyrir dómstóli eða öðru yfirvaldi, kunnum við að varðveita slík skilaboð og persónuupplýsingarnar sem þar er að finna þar til slík málsmeðferð er orðin endanleg.

- Gögn sem safnað er úr könnunum sem þú tekur þátt í.

Við vinnum persónuupplýsingar þínar þegar þú hefur tekið þátt í könnunum, þar á meðal svör þín við spurningum í ýmsum könnunum sem tengjast þjónustunni, sem Viaplay sendir, meðan að reikningurinn þinn er til eða eins lengi og fram kemur í vissum könnunum.

- Gögn sem safnað er þegar þú tekur þátt í leikjum.

Við vinnum persónuupplýsingar sem safnað er um þig þegar þú hefur tekið þátt í leik í 6 mánuði eftir leikinn.

- Gögn sem safnað er þegar þú tekur þátt í prófunum um notendaviðmót.

Við vinnum persónuupplýsingar sem safnað er um þig þegar þú hefur tekið þátt í prófunum í 12 mánuði eftir prófunina.

- Gögn unnin í tengslum við beina markaðssetningu.

Þegar við vinnum persónuupplýsingar þínar vegna beinnar markaðssetningar geymum við gögnin þar til þú afþakkar eða andmælir slíkri vinnslu.

- Gögn sem safnað er með vafrakökum eða annarri tækni.

Við geymum persónupplýsingar notenda þjónustu okkar sem og notenda vefsíðna okkar (þ.e. notenda sem ekki eru skráðir inn) sem geymdar eru í vafrakökuskrám jafn lengi og tilteknar vafrakökuskrár, sem geymdar eru á tækjum þínum, eru til. Upplýsingar um hvernig við notum vafrakökur má finna hér.

Ef þú hefur verið óvirkur á þjónustu okkar í 48 mánuði, munum við eyða reikningnum þínum og þeim persónuupplýsingunum sem þar eru að finna eins og lýst er í þessum kafla. Þú telst óvirkur ef þú hefur ekki keypt neitt efni (svo sem kvikmynd, borgað fyrir áhorf o.s.frv.), skráð þig inn eða notað Viaplay eða reikninginn þinn á nokkurn hátt, annað hvort beint eða í gegnum einhvern af samstarfsaðilum okkar, í tilskilinn tíma. Vinsamlegast athugaðu að ef þú hefur keypt réttinn á kvikmynd eða öðru efni, verður reikningurinn þinn virkur svo lengi sem leyfistímabil efnisins gildir.


5. Flutningur til landa utan ESB/EES


Við kunnum að deila persónuupplýsingum þínum með samstarfsaðilum, birgjum og undirverktökum sem eru staðsettir utan ESB/EES. Fyrir utan ESB/EES eru móttakendur persónupplýsinga þinna staðsettir m.a. í Úkraínu og Bandaríkjunum. Gögnin þín eru geymd á vefþjónum innan ESB/EES en birgjar okkar í þeim löndum sem vísað er til hér að framan, geta nálgast slík gögn á skipulegan hátt. Í slíkum tilvikum gerum við sérstakar varúðarráðstafanir með því að framkvæma nákvæmt mat á áhrifum flutnings. Ef persónupplýsingar eru fluttar til lands sem ekki telst öruggt samkvæmt Framkvæmdastjórn ESB (lista má finna hér), gerum við samningsbundnar, tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til viðbótar við, þar sem við á, þá stöðluðu samningsskilmála sem framkvæmdastjórn ESB hefur samþykkt (þú getur nálgast afrit af þessum skilmálum hér) í samræmi við kafla 8 hér að neðan).


6. Hvernig verndum við persónuupplýsingar þínar?


Við verndum persónuupplýsingar þínar með tæknilegum og skipulagslegum öryggisráðstöfunum sem við beitum einnig á þá birgja sem við notum til að stunda viðskipti okkar. Við erum með sterka stefnu varðandi varðveislu, upplýsingaöryggi, aðgangsrétt, o.fl. og fræðum starfsfólk okkar reglulega um þessi mál.

Allar greiðslufærslur eru dulkóðaðar með viðurkenndri tækni í greininni og falla undir öryggisstaðla frá PCI (Payment Card Industry) Security Standards Council.

Reikningurinn þinn er varinn m.a. með aðgangsorði. Við hvetjum þig til að uppfæra það reglulega og til að nota ekki sama aðgangsorðið og þú notar fyrir aðra reikninga og forrit.


7. Réttindi þín


Þú hefur eftirfarandi réttindi gagnvart okkur (ef þú vilt nýta eitthvað af réttindum þínum, getur þú haft samband við okkur í gegnum samskiptaupplýsingar í næsta kafla):
rétt til aðgangs (skráningaryfirlýsing) - rétt til að fá staðfestingu og upplýsingar um vinnslu persónugagna þinna,
rétt til úrbóta - rétt til að láta leiðrétta rangar upplýsingar,
rétt til eyðingar - rétt til að láta fjarlægja gögn undir vissum kringumstæðum,
rétt til takmarkana - rétt til að krefjast takmarkana á vinnslu persónugagna, til dæmis ef þú geirir athugasemdir við nákvæmni gagna,
rétt til andmæla - rétt til að andmæla vinnslu sem byggist á lögmætum hagsmunum, svo sem beinni markaðssetningu;
rétt til gagnaflutnings - rétt til að krefjast þess að persónuupplýsingar séu fluttar frá okkur til annars aðila (þessi réttur takmarkast við gögn sem við höfum fengið frá þér), og
rétt til að afturkalla samþykki þitt – þegar vinnslan byggir á samþykki þínu, geturðu dregið það til baka hvenær sem er, án þess að það hafi áhrif á lögmæti vinnslunnar áður en samþykkið var afturkallað.

Teljir þú að vinnsla okkar á persónuupplýsingum þínum fari ekki fram í samræmi við lög og reglur um persónuvernd, biðjum við þig um að láta okkur vita svo að við getum kannað málið. Þú hefur einnig rétt á að leggja fram kvörtun til yfirvalda, einkum í því aðildarríki þar sem þú ert með aðsetur eða vinnustað. Hafa má samband við Persónuvernd á eftirfarandi hátt:


Persónuvernd
Rauðárárstíg 10
105 Reykjavík
Sími: 510 9600
Netfang: postur@personuvernd.is
Forystueftirlitsyfirvald okkar er hið sænska eftirlitsyfirvald (sjá frekari upplýsingar hér)

8. Samskiptaupplýsingar


Ef þú vilt nýta þér einhver af réttindum þínum sem fram koma í kafla 7 hér að ofan eða þarft aðstoð frá þjónustuveri okkar, skal senda slíkar fyrirspurnir til privacy@viaplay.com. Ef þú hefur einhverjar spurningar, athugasemdir eða áhyggjur varðandi þessa yfirlýsingu, eða hvernig við vinnum persónupplýsingar, hvetjum við þig til að hafa samband við persónuverndarfulltrúa okkar með tölvupósti á eftirfarandi netfang: dpo@viaplaygroup.com


9. Uppfærslur á þessari yfirlýsingu


Við kunnum að uppfæra þessa yfirlýsingu af og til, eftir því sem þarf. Verði einhverjar verulegar breytingar á því hvernig við vinnum úr persónuupplýsingum þínum, munum við láta þig vita á viðeigandi hátt áður en breytingarnar taka gildi, til dæmis með því að senda þér tölvupóst eða með því að veita þér skýra tilkynningu þegar þú opnar Viaplay. Við mælum með að þú lesir slíkar upplýsingar vandlega og fylgist með, með því að skoða þessa yfirlýsingu reglulega.

Þessi yfirlýsing var síðast uppfærð þann 01.02.2024.

Þakka þér fyrir að gefa þér tíma til að lesa þessa yfirlýsingu! Frekari upplýsingar um það hvernig Viaplay Group vinnur að persónuvernd, má nálgast hér.