Áður en þú byrjar að horfa skulum við tala um friðhelgi.
Þín friðhelgi, þín ákvörðun. Mundu að við kunnum að meta traust þitt í okkar garð. Persónuvernd þín er í fyrirrúmi í öllu sem við gerum.
Við skiljum það vel – lögfræðilegur texti er ekki fyrir alla. Þó að okkur sé lagalega skylt að kafa ofan í smáatriðin, þá viljum við líka tryggja að þú getir skilið þetta eins og fagmaður. Markmið okkar er að veita þér þá þekkingu sem þú þarft til að taka upplýstar ákvarðanir á meðan þú notar streymisveituna okkar. Allt frá því hvaða persónupplýsingum við söfnum til þess hvernig þær eru notaðar og hvenær þeim er deilt – þetta er allt þarna, á máli sem gerir þig ekki ringlaðan. Þannig að taktu þér smástund áður en þú byrjar næsta hámhorf og lestu persónuverndarstefnuna okkar.
1. Um okkur
Viaplay er persónuleg streymisþjónusta sem veitt er af Viaplay Group Sweden AB, sænskt fyrirtækjanúmer: 556304-7041, heimilisfang: Box 171 04, 104 62 Stokkhólmi, Svíþjóð (”Viaplay Group”). Viaplay Group er ábyrgðaraðili vinnslu gagna þinna samkvæmt þessari persónuverndarstefnu.
Þessi persónuverndarstefna á við þegar þú býrð til reikning á Viaplay, heimsækir vefsíður okkar eða forrit, tekur þátt í könnunum, keppnum eða notendahópum, gerist áskrifandi að fréttabréfum okkar eða spjallar við okkur á samfélagsmiðlum eða sérstökum rásum okkar.
Þú verður að vera að minnsta kosti 18 ára til að búa til Viaplay-reikning. Við markaðssetjum okkur ekki vísvitandi gagnvart ólögráða börnum né söfnum persónuupplýsingum frá þeim. Ef þú ert yngri en 18 ára geturðu aðeins notað Viaplay með þátttöku, eftirliti og samþykki foreldris þíns eða forráðamanns. Við mælum með því að foreldrar eða forráðamenn setji fyrst upp notendsnið (e. profile) fyrir börn. Þannig getum við lokað á efni sem er talið óviðeigandi fyrir ólögráða einstaklinga.
Í sumum tilfellum þegar þú ert að nota Viaplay á leikjatölvunni þinni, snjallsjónvarpi eða öðru snjalltæki, gæti fyrirtækið sem framleiddi tækið einnig notað persónuupplýsingar þínar. Það hefur sínar eigin reglur um persónuvernd. Hið sama gildir ef þú smellir á tengil sem sendir þig á aðra vefsíðu. Við ráðleggjum þér að lesa upplýsingar þeirra um persónuvernd sem munu einnig eiga við um þig.
2. Hvaða flokkum persónuupplýsinga söfnum við
Við söfnum mismunandi tegundum persónupplýsinga um þig. Eftirfarandi eru dæmi um flokka þeirra gagna sem við kunnum að safna.
Þínar upplýsingar og auðkenni: nafn, netfang, símanúmer, heimilisfang, fæðingardagur eða aldur og kyn.
Greiðsluupplýsingar: greiðslukortaupplýsingar, greiðslusaga, greiðslufang, kynningarkóðar.
Reikningsupplýsingar: notendanafn, lykilorð, prófílnafn, kjörstillingar og aðrar upplýsingar sem þú gefur upp undir viðkomandi notendasniði.
Samskipti: skilaboð þegar þú átt samskipti við þjónustuver okkar, upptökur af símtölum, endurgjöf, samskipti í gegnum skilaboð send af Viaplay Group með tölvupósti, SMS, þrýstiskilaboðum (e. push notifications), tilkynningar í gegnum þjónustuna, samfélagsmiðla.
Upplýsingar um notkun: samskipti við Viaplay, hegðunargögn sem meðan þú notar þjónustuna, staðsetningin þaðan sem þú hefur aðgang að Viaplay (land, svæði, borg).
Upplýsingar um auglýsingar: óskir söluaðila auglýsinga, skilgreindur tilgangur með vinnslu auglýsingasöluaðila á persónuupplýsingum.
Vafrakökur, tæki og netupplýsingar: vafrakökustillingar, tækisnúmer og önnur auðkenni, nettæki, IP-tala, gerð tækis og stillingar, upplýsingar um vafra, skjáupplausn, upplýsingar um hrunskrá (e. crash log)
Hljóð- og myndgögn: myndir, hljóð- og myndupptökur þegar þú tekur þátt í notendarannsóknum.
3. Hvernig söfnum við persónuupplýsingum þínum
Við söfnum persónuupplýsingum þínum á þrjá vegu.
Gögn sem þú lætur okkur í té. Við söfnum upplýsingum beint frá þér þegar þú býrð til og viðheldur reikningnum þínum, þegar þú hefur samband við okkur, þegar þú skráir þig fyrir markaðssamskiptum frá okkur, þegar þú tekur þátt í keppni eða könnunum eða þegar þú deilir efni okkar á samfélagsmiðlum.
Gögn sem við söfnum þegar þú notar Viaplay. Á meðan þú ert að nota Viaplay söfnum við upplýsingum um hvernig þú notar þjónustuna. Við notum þessi gögn til að veita þér betri upplifun. Við skoðum hluti eins og hvað þú horfir á og hvernig þú notar Viaplay og tengjum það við notendasniðið (e. profile) þitt. Þetta hjálpar okkur að gefa þér persónuleg meðmæli.
Þú getur búið til aðskilin notendasnið fyrir heimilismeðlimi þína, svo allir fái meðmæli sem eru sérsniðin að þeim. Mundu þó að allir sem nota reikninginn þinn geta séð öll notendasniðin. Jafnframt, allt eftir stillingum á vafrakökunum þínum, getum við munað hvað þú horfðir á eftir að þú hefur skráð þig út. Þetta hjálpar okkur að gefa þér persónuleg meðmæli næst þegar þú skráir þig inn.
Gögn sem við fáum frá eða deilum með þriðja aðila. Stundum deilum við eða fáum persónuupplýsingar þínar frá öðrum. Við gerum þetta á nokkra vegu, svo sem:
- Innan fyrirtækjasamstæðunnar okkar. Við getum fengið gögnin þín frá öðrum fyrirtækjum innan samstæðunnar okkar til að aðstoða við viðskipta- og markaðsáætlanir okkar.
- Hjá greiðslumiðlurum. Þegar þú borgar fyrir þjónustu okkar og vörur fáum við ákveðnar upplýsingar frá greiðslumiðlurum til þess að gera þetta kleift.
- Með auglýsingasamstarfsfélagögum: Upplýsingar um áhugamál þín, lýðfræðihóp og það sem þú hefur skoðað eða gert á vefsíðum eða öppum, hvernig þú hefur haft samskipti við auglýsingar okkar, sem og dulkóðuð auðkenni kunna að vera fengin frá auglýsingasamstarfsfélögum okkar.
- Í gegnum viðskiptasamstarf. Við getum fengið upplýsingar til að veita þér aðgang að Viaplay í gegnum viðskiptafélaga okkar, dreifingaraðila eða aðra þriðju aðila þar sem Viaplay er samþætt við þeirra þjónustu.
- Frá opinberum aðilum. Við gætum þurft að fá upplýsingar um þig frá opinberum aðilum varðandi kröfur sem varða okkur beint eða óbeint.
4. Hvers vegna notum við persónuupplýsingar þínar
Við notum upplýsingarnar þínar í ýmsum tilgangi, alltaf í því markmiði að bæta upplifun þína af Viaplay. Hver tilgangur byggir á lagalegum grunni, sem tryggir að við meðhöndlum gögnin þín á löglegan hátt. Stundum eru sömu upplýsingar notaðar á fleiri en einn veg í þeim tilgangi að veita þér þjónustu okkar. Til að auðvelda þér að skilja þetta, munum við lýsa helstu háttum sem við notum gögnin þín á. Ef þú hefur einhverjar spurningar sem er ósvarað, skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur.
Fyrir utan þann tilgang sem lýst er hér á eftir, kunna gögnin þín einnig að vera unnin þegar lög krefjast þess, svo sem vegna bókhaldsskyldu eða til að bregðast við beiðnum frá dómstólum og öðrum yfirvöldum.
4.1. Veita og reka þjónustu okkar
Við notum persónuupplýsingar þínar til að veita þér aðgang að Viaplay og stjórna þjónustunni. Þetta felur m.a. í sér:
- Að bera kennsl á þig sem viðskiptavin eða notanda.
- Að rukka þig fyrir þá þjónustu sem þú notar og ganga úr skugga um að áskriftargreiðslur þínar séu unnar án truflana.
- Að ganga úr skugga um að Viaplay virki tæknilega rétt
- Að bjóða þér sérsniðið efni byggt á því sem þú horfir á og vafrar um, auk annarra upplýsinga um kjörstillingar þínar sem þú deilir með okkur.
- Að veita þjónustu við viðskiptavini.
- Að laga vandamál og meðhöndla þær kvartanir sem þú kannt að vera með.
- Að halda þér upplýstum um allar breytingar á þjónustu okkar.
Lagagrundvöllur
- b-liður 1. mgr. 6. gr. GDPR – Framkvæmd samnings, þar sem við vinnum úr gögnum þínum til að geta staðið við skuldbindingar okkar vegna samnings okkar við þig þegar þú gerist áskrifandi til þess að geta notað þjónustu okkar.
- f-liður 1. mgr. 6. gr. GDPR – Lögmætir hagsmunir af að veita þér aukaþjónustu á sama tíma og við tryggjum að þjónusta okkar virki rétt og að þér sé haldið upplýstum um allar mikilvægar breytingar.
Flokkar gagna
- Þínar upplýsingar og auðkenning
- Aðgangsupplýsingar
- Vafrakökur, tæki og netupplýsingar
- Samskipti
- Greiðsluupplýsingar
Heimild
- Gögn sem þú lætur okkur í té
- Gögn sem við söfnum þegar þú notar Viaplay
- Gögn sem við fáum fráþriðja aðila
Geymsla
- Gögnin þín eru geymd jafn lengi og þú ert samningsbundinn Viaplay Group. Frekari upplýsingar um geymslu okkar á gögnum er að finna hér að neðan.
4.2. Bæta þjónustu okkar
Við notum persónuupplýsingar þínar, í flestum tilfellum undir gerviauðkenni (e. pseudonymization), til að þróa og bæta þjónustu okkar enn frekar. Þetta felur í sér:
- Að safna saman ýmsum gögnum, eins og skoðunarhegðun, til tölfræðigreiningar. Þetta hjálpar okkur að skilja hvaða efni er vinsælt, hvað þarfnast endurbóta og hvernig á að gera þjónustuna auðveldari í notkun.
- Að stunda rannsóknir með því að leyfa þér að gefa endurgjöf í gegnum kannanir, stundum byggðar á virkni þinni á Viaplay. Þetta hjálpar okkur að uppfylla væntingar þínar og bæta ánægju viðskiptavina.
- Að prófa vörur okkar og þjónustu með því að keyra ýmsar vöruprófunaraðferðir. Þetta hjálpar okkur að bæta efni okkar og skilja hvað virkar best fyrir viðskiptavini okkar og notendur.r og brugere.
Lagagrundvöllur
- f-liður 1. mgr. 6. gr. GDPR – Lögmætir hagsmunir af því að auka notendaupplifun og ánægju, sem stuðlar að því að viðhalda og stækka viðskiptavinahóp okkar.
- a-liður 1. mgr. 6. gr. GDPR – Samþykki sem þú gefur okkur með því að samþykkja frammistöðu okkar og hagnýtar vafrakökur.
Flokkar gagna
- Upplýsingar um notkun
- Tengiliður og auðkenning
- Aðgangs upplýsingar
- Vafrakökur, tæki og netupplýsingar
- Samskipti
Heimild
- Gögn sem þú lætur okkur í té
- Gögn sem við söfnum þegar þú notar Viaplay
Geymsla
- Við geymum gögnin þín í allt að 48 mánuði eftir að þú verður óvirkur notandi. Frekari upplýsingar um varðveisluaðferðir okkar er að finna hér að neðan.
4.3. Markaðssetja þjónustu okkar og birta auglýsingar
Við kunnum að gögnin þín til að senda þér tilboð og fréttir um þjónustu okkar og stundum, ef þú hefur samþykkt það sérstaklega, um þjónustu samstarfsaðila okkar. Við gætum sérsniðið þær út frá virkni þinni á kerfum okkar. Ef þú tekur þátt í markaðsherferðum okkar, svo sem „bentu-á-vin“ (e. refer-a-friend), getum við einnig notað persónuupplýsingar þínar. Þú getur afþakkað markaðssamskipti hvenær sem er með því að afskrá þig í gegnum hlekkinn í tölvupóstunum okkar eða breyta stillingunum þínum í "Reikningurinn minn".
Við kunnum einnig að nota persónuupplýsingar þínar í stafrænni markaðssetningu, svo sem til að búa til markhópa, markaðshluta (e. segment) eða senda þér (persónusniðnar) auglýsingar á samfélagsmiðlum og stafrænum auglýsingarýmum, auk þess að mæla og fylgjast með árangri auglýsingaherferða okkar. Þetta er gert með því að nota upplýsingar frá vafrakökum eða annarri rakningartækni sem byggist á vali þínu þegar þú heimsækir vefsíður okkar eða opnar forritin okkar. Auglýsingafélagar okkar kunna að nota aukna sjálfvirkni (e. enhanced automation) eða gervigreind til að hámarka árangur herferða okkar, en þetta er eingöngu gert með samanlögðum (e. aggregated) og nafnlausum gögnum.
Ef þú ert með áskrift að pökkum sem innihalda auglýsingar, mun Viaplay Group sem útgefandi vinna með auglýsingasölum til að birta auglýsingar byggðar á samþykkisstillingum þínum og áhugamálum. Þær aðferðir sem við notum til að birta auglýsingar fylgja þeim meginreglum sem lýst er í Transparency and Consent Framework 2.2 (TCF) sem tryggir að persónuupplýsingar þínar séu unnar í þeim tilgangi sem þú hefur samþykkt í gegnum það kerfi sem við notum til að halda utan um samþykki (e. consent management platform). Við störfum aðeins með auglýsingasöluaðilum sem starfa í samræmi við TCF og við höldum uppfærðan lista yfir söluaðila auglýsingatækni og samstarfsaðila, sem gerir þér kleift að skoða og stjórna samþykkisstillingum þínum fyrir hvern söluaðila. Þú getur uppfært samþykkisstillingar þínar og val á söluaðila hvenær sem er með því að smella á Vafrakökustillingar (e. Cookie Settings).
Lagagrundvöllur
- f-liður 1. mgr. 6. gr. GDPR – Lögmætir hagsmunir af að markaðssetja þjónustu okkar, þar sem við metum réttindi þín og tökum væntingar þínar með í reikninginn til að tryggja að markaðssetning okkar trufli þig ekki.
- a-liður 1. mgr. 6. gr. GDPR – Samþykki sem þú gefur okkur með því að gerast áskrifandi að markaðssetningu okkar eða samþykkja miðunar- og auglýsingakökur okkar.
Flokkar gagna
- Þínar upplýsingar og auðkenning
- Aðgangsupplýsingar
- Vafrakökur, tæki og netupplýsingar
- Samskipti
- Auglýsingaupplýsingar (ef þú ert með áskrift að pökkum sem innihalda auglýsingar)
Heimild
- Gögn sem þú lætur okkur í té
- Gögn sem við söfnum þegar þú notar Viaplay
- Gögn sem við fáum frá eða deilum með þriðja aðila
Geymsla
- Við geymum gögnin þín eins lengi og þú ert samningsbundinn Viaplay Group eða þar til þú lætur okkur vita að þú viljir ekki fá markaðssamskipti frá okkur. Frekari upplýsingar um varðveisluaðferðir okkar er að finna hér að neðan.
4.4. Hafa samband við þig
Við notum persónuupplýsingar þínar þegar við höfum samskipti við þig, hvort sem það er í gegnum síma, tölvupóst eða samfélagsmiðla. Þetta felur í sér kannanir, keppnir og próf sem við keyrum. Við getum tekið þessi samtöl upp til að bæta þjónustu okkar og skrá það sem sem við höfum samið um. Ef þú hefur samband við okkur í gegnum samfélagsmiðla, athugaðu að reglur þeirra um gagnavinnslu gilda líka. Við kunnum að nota gervigreindarverkfæri til að aðstoða við úrvinnslu og svörun fyrirspurna þinna með það að markmiði að auka skilvirkni þjónustu okkar. Við verndum persónuupplýsingar þínar með því að fylgja ströngum persónuverndarstöðlum okkar og þú átt rétt á að mótmæla þessari vinnslu hvenær sem er.
Þjónustuveri okkar er stjórnað af fagfólki frá öðru fyrirtæki, en þeir vinna gögn þín fyrir okkar hönd. Við höfum tryggt með samningum að þeir meðhöndli gögnin þín í samræmi við leiðbeiningar okkar, á sama hátt og ef við meðhöndluðum þau sjálf.
Lagagrundvöllur
- f-liður 1. mgr. 6. gr. GDPR – Lögmætir hagsmunir af því að tryggja skilvirka þjónustu, endurbætur á þjónustu og fylgni við samninga.
- b-liður 1. mgr. 6. gr. GDPR – Framkvæmd samnings til að standa við skuldbindingar okkar þegar þú samþykkir að taka þátt í keppnum okkar.
Flokkar gagna
- Þínar upplýsingar og auðkenning
- Aðgangsupplýsingar
- Samskipti
Heimild
- Gögn sem þú lætur okkur í té
- Gögn sem við fáum frá eða deilum með þriðja aðila
Geymsla
- Við geymum gögnin þín í allt að 3 ár frá söfnun gagnanna. Frekari upplýsingar um varðveisluaðferðir okkar er að finna hér að neðan.
4.5. Stuðla að öruggri og samhæfðri notkun á þjónustu okkar
Við notum persónuupplýsingar þínar til að halda allri þjónustu okkar öruggri. Þetta felur í sér að greina og koma í veg fyrir ólöglega eða óleyfilega notkun á þjónustu okkar, sem og brot á skilmálum okkar. Við notum einnig gögn til að koma í veg fyrir misnotkun, svik, árásir spilliforrita, höfundarréttarbrot eða aðra ólöglega starfsemi. Ef þörf krefur getum við notað gögnin þín til að nýta lögbundin réttindi okkar eða verja okkur, sem getur falið í sér að afla og fara yfir opinber gögn.
Lagagrundvöllur
- f-liður 1. mgr. 6. gr. GDPR – Lögmætir hagsmunir af því að tryggja að þjónusta okkar og netkerfi séu örugg, auk þess að koma í veg fyrir svik og misnotkun á þjónustu okkar.
- b-liður 1. mgr. 6. gr. GDPR – Framkvæmd samnings til að tryggja að þú standir við skuldbindingar þínar þegar þú samþykkir að nota þjónustu okkar á löglegan hátt og í samræmi við ákeðin skilyrði.
Flokkar gagna
- Aðgangsupplýsingar
- Vafrakökur, tæki og netupplýsingar
- Upplýsingar um notkun
Heimild
- Gögn sem þú lætur okkur í té
- Gögn sem við söfnum þegar þú notar Viaplay
Geymsla
- Við geymum gögnin þín jafni lengi og þú ert samningsbundinn Viaplay Group eða lengur ef landslög krefjast þess. Frekari upplýsingar um varðveisluaðferðir okkar er að finna hér að neðan.
4.6. Gjald fyrir þjónustu okkar
Greiðsluupplýsingar þínar eru unnar beint af greiðslumiðlurum okkar. Þeir bera sjálfstæða ábyrgð á gögnum þínum og vinna þau í samræmi við eigin persónuverndarreglur, eingöngu í þeim tilgangi að krefja þig um greiðslu fyrir þjónustu okkar og efni. Hins vegar vinnum við sum þessara gagna af ýmsum ástæðum:
- fyrstu sex og síðustu fjórir tölustafirnir í kreditkortanúmerinu þínu til að hjálpa þér ef þú gleymir notendanafninu þínu,
- gildistíma til að senda þér áminningar þegar greiðslukortið þitt er nálægt því að renna út og þarfnast uppfærslu,
- dulnefni korts (e. card alias) til að auðkenna hvort greiðslukortið þitt hafi verið notað af öðrum reikningi,
- útgáfuland til að staðfesta heimaland þitt,
- kortategund og síðustu fjórir tölustafir kortanúmersins þíns til að gera þér kleift að bera kennsl á hvaða greiðslukort þú hefur skráð.
Lagagrundvöllur
- f-liður 1. mgr. 6. gr. GDPR – Lögmætir hagsmunir af því að framkvæma öruggar greiðslur fyrir þá þjónustu sem þú samþykkir að vera krafður um greiðslu fyrir.
- c-liður 1. mgr. 6. gr. GDPR – Lagaskylda til að geyma kvittanir og færslur í tiltekinn tíma samkvæmt innlendum bókhaldsreglum.
Flokkar gagna
- Þínar upplýsingar og auðkenning
- Greiðslu pplýsingar
Heimild
- Gögn sem þú gefur okkur
- Gögn sem við fáum frá eða deilum með þriðja aðila
Geymsla
- Við geymum gögnin þín eins lengi og þú ert samningsbundinn Viaplay Group. Frekari upplýsingar um varðveisluaðferðir okkar er að finna hér að neðan.
4.7. Framkvæmd notendarannsókna
Við notum upplýsingar sem þú deilir með okkur í gegnum viðtal til að framkvæma rannsóknir og bilanaleit. Slíkar rannsóknir geta falið í sér myndbandsupptökur sem þú tekur sjálfviljugur þátt í. Við munum alltaf veita þér nákvæmar upplýsingar um rannsóknina fyrirfram svo þú getir tekið upplýsta ákvörðun áður en við söfnum gögnunum þínum.
Lagagrundvöllur
- b-liður 1. mgr. 6. gr. GDPR – Framkvæmd samnings þegar þú samþykkir að taka þátt í rannsóknarstarfsemi okkar.
Flokkar gagna
- Þínar upplýsingar og auðkenning
- Hljóð- og myndgögn
Heimild
- Gögn sem þú lætur okkur í té
Geymsla
- Við geymum gögnin þín í allt að 6 mánuði eftir að rannsókninni lýkur. Frekari upplýsingar um varðveisluaðferðir okkar er að finna hér að neðan.
5. Með hverjum deilum við gögnunum þínum
Stundum þurfum við að deila persónuupplýsingum þínum til að ná þeim tilgangi sem við söfnuðum þeim í. Til að hjálpa þér að skilja hvernig við deilum upplýsingum þínum og í hvaða tilgangi munum við fara í gegnum hvaða aðilum við getum deilt upplýsingum þínum með.
Fyrirtæki innan Viaplay Group. Við kunnum að deila persónuupplýsingum þínum með fyrirtækjum okkar í þeim tilgangi að veita vörur okkar eða þjónustu, markaðssetja vörur okkar eða þjónustu eða þróa og bæta nýjar eða núverandi vörur eða þjónustu.
Þjónustuveitendur. Við kunnum að deila gögnum þínum með þjónustuveitendum okkar sem við höfum gert samning við um að veita þjónustu fyrir okkar hönd, svo sem aðstoð við þjónustuver, markaðssetningu, greiningu og tölfræði, upplýsingatækni og aðra innviði, greiðsluþjónustu, vernd eigna okkar og annarra réttinda, greiningu svika og öryggi viðskiptavina okkar.
Viðskiptavinir og auglýsendur. Við kunnum að deila gögnum þínum með viðskiptafélögum okkar til að aðstoða okkur við markaðssetningu, kannanir eða keppnir. Við erum einnig í samstarfi við auglýsingasöluaðila til að birta auglýsingar og við deilum stillingum þínum varðandi hvernig þeir geta notað gögnin þín. Ef þú samþykkir vafrakökur þeirra eða viðbætur á vefsíðu okkar munu þeir safna sértækum upplýsingum um samskipti þín við auglýsingar þeirra.
Mögulegir kaupendur fyrirtækis okkar. Við kunnum að deila eða flytja upplýsingar um þig ef við seljum eða semjum um að selja rekstur okkar eða eignir til kaupanda eða mögulegs kaupanda. Við kunnum einnig að deila persónuupplýsingum þínum ef um er að ræða endurskipulagningu eða gjaldþrot. Við munum alltaf láta þig vita þegar gagnaflutningur þinn fer fram til kaupanda og önnur persónuverndarstefna gildir.
Yfirvöld. Við kunnum að deila gögnum þínum með yfirvöldum eða öðrum opinberum stofnunum eða aðilum þegar okkur er skylt að gera það samkvæmt lögum, reglugerðum, opinberri ákvörðun eða að beiðni stjórnvalda.
Alþjóðleg miðlun á gögnum
Við stefnum alltaf að því að vinna úr gögnum þínum innan ESB/EES. Þrátt fyrir það, geta gögn þín í vissum tilvikum,verið flutt utan þessa svæðis ef undirverktakar okkar eða þjónustuveitendur eru staðsettir utan ESB/EES. Við gerum sérstakar varúðarráðstafanir til að meta áhrif þessarar miðlunar og gerum ráðstafanir til að tryggja að gögnin þín njóti viðeigandi verndar þegar þeim er miðlað utan ESB/EES. Þessar ráðstafanir fela í sér:
- Að velja undirverktaka eða þjónustuveitendur sem starfa í landi sem hefur verið viðurkennt af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að tryggi fullnægjandi vernd.
- Innleiða stöðluð samningsákvæði framkvæmdastjórnar ESB milli Viaplay Group og viðtakanda persónuupplýsinga utan ESB/EES.
- Innleiða tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að tryggja flutning og vernda gögnin á sama hátt og þau væru unnin innan ESB/EES.
6. Hversu lengi geymum við gögnin þín
Við geymum persónuupplýsingar þínar eins lengi og nauðsynlegt er til að ná þeim tiltekna tilgangi sem þeim var safnað í eða eins og krafist er í lögum, eftir að sá tími er liðinn er þeim annað hvort eytt eða gögnin gerð nafnlaus. Hér er yfirlit yfir mismunandi varðveislutímabil okkar:
Gögn sem er safnað sem hluta af notkun þinni á Viaplay
- Reikningstengd gögn. Við geymum reikningstengdar upplýsingar meðan á reikningurinn þinn er til. Ef reikningnum þínum er eytt vegna aðgerðaleysis eða að þinni beiðni verða persónuupplýsingar þínar nafnlausar. Ef þú hefur verið óvirkur notandi þjónustu okkur í 48 mánuði verður reikningnum þínum og tengdum persónuupplýsingum eytt, nema þú hafir keypt efni með gildum leyfistíma. Þú ert talinn óvirkur ef þú hefur ekki keypt neitt efni, skráð þig inn eða notað Viaplay á nokkurn hátt í ákveðinn tíma.
- Hrunskrár og skrár. Við geymum upplýsingar um villur og þjónustuhrun til að tryggja tæknilega virkni þjónustu okkar í allt að 3 mánuði frá söfnun.
- Færslugögn og kaup. Við vinnum upplýsingar um viðskipti sem tengjast reikningnum þínum og sem eru gerð í tengslum við kaup í gegnum Viaplay í 7 ár frá færsludegi.
Gögn sem safnað er í gegnum þjónustuver eða samskipti við þig
- Persónuupplýsingar sem safnað er við svörun á fyrirspurnum, kvörtunum eða beiðnum eru varðveittar í þann tíma sem nauðsynlegur er til að bregðast við þeim, að hámarki 3 ár fyrir skrár (e. logs) og textasamræður og 1 mánuður fyrir raddupptökur. Ef tiltekin skilaboð eru eða gætu verið sönnunargagn í málsmeðferð fyrir dómstóli eða öðru stjórnvaldi, getum við geymt slík skilaboð þar til slík málsmeðferð verður endanleg.
Gögn sem safnað er úr könnunum, keppnum, nothæfisprófum eða notendarannsóknum
- Upplýsingar úr könnunum sem þú tekur þátt í eru varðveittar svo lengi sem reikningurinn þinn er til eða í þann tíma sem lýst er í viðkomandi könnun. Við geymum gögnin þín þegar þú tekur þátt í keppni eða notendarannsókn í 6 mánuði eftir að keppni eða rannsókn lýkur. Þegar þú tekur þátt í nothæfisprófun vinnum við gögnin þín í 12 mánuði eftir að henni er lokið.
Gögn sem safnað er fyrir beina markaðssetningu
- Gögn sem unnin eru vegna beinna markaðssetningar eru varðveitt þar til þú afþakkar eða andmælir slíkri vinnslu. Þú getur alltaf afþakkað beina markaðssetningu með því að hafa samband við okkur.
Gögn sem er safnað til að uppfylla lagskyldur okkar og fullnustubeiðnir
- Við vinnum persónuupplýsingar þínar í þann tíma sem tilgreindur er í gildandi lögum þegar við uppfyllum lagalegar skyldur (td bókhald, útgáfu reikninga) eða við svörum beiðnum um framfylgd krafna, handtökuskipun, leitarheimild eða stefnur.
Gögn sem safnað er í gegnum vafrakökur eða svipaða tækni
- Persónuupplýsingar sem eru í vafrakökuskrám eða annarri rakningartækni eru geymdar í líftíma tiltekinna vafrakökuskráa á tækjunum þínum. Þú getur lesið meira um hvernig við notum vafrakökur eða aðra rakningartækni hér.
Við áskiljum okkur rétt til að vinna úr gögnum þínum umfram þessa varðveislutíma ef við teljum að gögnin séu nauðsynleg til að stofna, framkvæma eða verja lagakröfur eða kvartanir fyrir dómstólum eða öðru stjórnvaldi. Við eyðum alltaf gögnunum strax eftir að slík krafa eða kvörtun hefur hlotið endanlega meðferð.
7. Hvernig verndum við gögnin þín
Við tryggjum að persónuupplýsingar þínar séu öruggar með ströngum tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum, sem einnig er beitt gagnvart birgjum okkar. Reglur okkar taka til varðveislu, upplýsingaöryggis, aðgangsréttar og við fræðum starfsfólk okkar reglulega um hvernig á að halda gögnunum þínum öruggum. Ef þriðji aðili vinnur persónuupplýsingar þínar fyrir hönd Viaplay Group, tryggjum við að gögnin þín séu vernduð með sömu ströngum persónuverndarstöðlum hið minnsta.
Þegar þú innir af hendi greiðslur notum við viðtekna (e. industry standard) tækni til að halda upplýsingum þínum öruggum. Hún uppfyllir þá öryggisstaðla sem settir eru af Payment Card Industry Security Standards Council.
Reikningurinn þinn er einnig varinn með lykilorðinu þínu. Við ráðleggjum þér að nota ekki sama lykilorð á mörgum reikningum eða forritum.
8. Réttindi þín og hvernig er hægt að nýta þau
Þú hefur rétt á að stjórna gögnum þínum og fá upplýsingar frá okkur um hvernig við notum þessi gögn. Þú getur lesið um réttindi þín hér að neðan. Til að nýta þau er auðveldast að senda okkur tölvupóst á privacy@viaplay.com.
Þú hefur eftirfarandi persónuvernderndréttindi:
- Réttur til aðgangs. Þú átt rétt á að fá að vita hvort við vinnum persónuupplýsingar þínar og ef svo er, fá aðgang að þeim. Þetta er kallað aðgangsbeiðni. Hún gerir þér kleift að sjá hvaða upplýsingar við höfum um þig og hvernig við notum þær.
- Réttur til úrbóta. Þú átt rétt á að biðja um að við leiðréttum ónákvæmar eða ófullnægjandi upplýsingar um þig og að við bætum við upplýsingar um þig.
- Réttur til eyðingar. Í vissum tilvikum hefur þú rétt á að persónuupplýsingum þínum verði eytt. Þetta á við þegar:
- gögnin þín eru ekki lengur nauðsynleg til vinnslu í þeim tilgangi sem þeim var safnað,
- þú afturkallar samþykki þitt fyrir vinnslu,
- þú mótmælir vinnslu sem byggir á lögmætum hagsmunum og hagsmunir okkar af vinnslu persónuupplýsinga þinna vega ekki þyngra en hagsmunir þínir,
- þú andmælir því að gögnin þín séu unnin vegna beinnar markaðssetningar,
- persónuupplýsingar þínar hafa verið unnar á ólöglegan hátt eða,
- persónuupplýsingum þínum verður að eyða til að uppfylla lagaskyldu.
Við getum ekki alltaf orðið við beiðni þinni um eyðingu, svo sem ef fyrir hendi eru lagalegar kröfur um að við geymum gögnin þín eða ef gögnin eru nauðsynleg til að uppfylla samning við þig. Til að láta eyða gögnunum þínum skaltu fylgja leiðbeiningunum hér.
- Réttur til takmarkana. Þú átt rétt á að biðja um að við takmörkum vinnslu persónuupplýsinga þinna ef:
- þú telur að gögnin sem við höfum um þig séu ónákvæm og þú vilt takmarka vinnsluna á þeim meðan við könnum hvort gögnin séu rétt,
- þú telur að vinnsla okkar á gögnunum sé andstæð lögum, eða
- þú telur að við þurfum ekki lengur gögnin þín í ákveðnum tilgangi.
- Réttur til gagnaflutnings. Þú átt rétt á að biðja okkur um afrit af gögnum þínum á tölvulesanlegu formi og rétt til að flytja þau til annars viðtakanda. Þessi réttur á við um persónuupplýsingar sem þú hefur látið okkur í téog sem við vinnum á grundvelli samþykkis eða framkvæmdar samnings.
- Réttur til andmæla. Þú hefur rétt til að andmæla vinnslu sem við byggjum á lögmætum hagsmunum, þar með talið greiningu á grundvelli persónusniðs. Þegar svo er munum við ekki vinna persónuupplýsingar þínar frekar ef við getum ekki sýnt fram á knýjandi lögmæta hagsmuni af því að halda vinnslunni áfram. Ef við vinnum persónuupplýsingar þínar í þeim tilgangi að stunda beina markaðssetningu átt þú rétt á að andmæla umræddri vinnslu, þar með talið greiningu á grundvelli persónusniðs.
- Réttur til að afturkalla samþykki þitt. Þegar við byggjum vinnsluna á samþykki þínu getur þú afturkallað það hvenær sem er án þess að það hafi áhrif á lögmæti vinnslunnar áður en það var afturkallað.
Ef þú heldur að við séum ekki að fylgja persónuverndarlögum þegar við notum persónuupplýsingarnar þínar, vinsamlegast láttu okkur vita svo við getum athugað málið. Þú átt einnig rétt á að leggja fram kvörtun til persónuverndaryfirvalda í því landi þar sem þú býrð eða starfar venjulega eða þar sem þér finnst þú vera öruggust. Þú getur haft samband við Persónuvernd á: +354 510 9600, postur@personuvernd.is.
Forystueftirlitsyfirvald okkar er sænska persónuverndarstofnunin (Integritetsskyddsmyndigheten ). Þú getur sent þeim tölvupóst á imy@imy.se eða hringt í +46 (0)8 657 61 00.
9. Uppfærslur á þessari persónuverndarstefnu
Við uppfærum þessa persónuverndarstefnu reglulega. Notkun okkar á persónuupplýsingum getur breyst, til dæmis kunnum við að safna persónuupplýsingum í nýjum tilgangi, safna viðbótarflokkum persónuupplýsinga eða deila gögnum þínum með öðrum viðtakendum en tilgreindir er í þessari persónuverndarstefnu.
Við áskiljum okkur rétt til að breyta þessari persónuverndarstefnu hvenær sem er. Ef einhverjar breytingar eru sérlega veigamiklar varðandi hvernig við vinnum persónuupplýsingar þínar munum við láta þig vita áður en breytingarnar taka gildi, til dæmis með því að senda þér tölvupóst eða með því að gefa þér skýra tilkynningu þegar þú opnar Viaplay.
Nánar má lesa um persónuverndarstarf Viaplay Group hér. Hvað varðar allar spurningar um þessa persónuverndarstefnu, vinsamlegast hafðu samband við persónuverndarfulltrúa okkar á dpo@viaplaygroup.com .
Þessi persónuverndarstefna var síðast uppfærð 18. júní 2024.