Viaplay í Samsung-snjallsjónvarpi

Nú geturðu notið Viaplay í snjallsjónvarpinu þínu. Þegar snjallsjónvarpið er nettengt er sáraeinfalt að opna þar Viaplay-forritið. Viaplay-forritið er oftast uppsett í sjónvarpinu, en ef svo er ekki geturðu einfaldlega hlaðið því niður í snjallsjónvarpið í gegnum „Samsung Apps“. Með Viaplay í snjallsjónvarpinu býðst þér mikið úrval sjónvarpsþátta, lokaðra forsýninga, kvikmynda og beinna íþróttasendinga í heimsklassa. Þú getur einnig leigt og keypt stakar kvikmyndir í Viaplay Store.

Til að skrá þig fyrir Viaplay-reikningi smellirðu hér.

Farðu eftir leiðbeiningunum hér að neðan til að byrja að nota Samsung-snjallsjónvarp.

Viaplay er að finna í eftirfarandi Samsung-gerðum

Gerðir snjallsjónvarpa frá 2013-2019

Blu-Ray-spilarar frá 2013-2015 með Samsung Smart-tv-búnaði (með stýrikerfunum Tizen, ekki með Opera TV).

Svona virkjarðu Viaplay í snjallsjónvarpinu

(þú þarft sem sagt ekki að nettengja tölvu eða myndlykil)

  1. Tengdu Samsung-snjallsjónvarpið beint við breiðbandstengingu eða þráðlaust net
  2. Ýttu á „Smart Hub“, „Smart TV“ á fjarstýringunni
  3. Sæktu Viaplay-forritið í „Samsung Apps“ eða ýttu á Viaplay-forritið ef það er þegar uppsett.
  4. Skráðu þig beint inn með innskráningarkóðanum í gegnum Viaplay-forritið, nánari upplýsingar eru hér.
  5. Ef þú ert ekki með Viaplay-reikning geturðu skráð þig fyrir honum hér.