Viaplay í iPhone

Fáðu ótakmarkaðan aðgang að vinsælum sjónvarpsþáttum, yfir 1000 kvikmyndum, íþróttum í beinni og mörgu fleiru – núna í iPad, iPhone og iPod Touch! Þú þarft að vera viðskiptavinur Viaplay til að geta nálgast efnið.

Viaplay virkar frábærlega í iPhone. Þú getur einnig streymt útsendingunni í önnur tæki á netinu þínu í gegnum Airplay eða Chromecast. Vegna réttindamála er hugsanlegt að ólíkt efni sé í boði fyrir PC-tölvur og iPhone/iPad. Við vinnum að því hörðum höndum að upplifunin verði álíka efnismikil og þegar horft er í tölvu. Hafðu í huga að þú þarft hraða nettengingu og að innheimt er fyrir netnotkun samkvæmt samningi þínum við símafyrirtæki.

iOS: Nota þarf iOS 14 eða nýrri útgáfur.

ios

Lestu nánar um það hvernig einfaldast er að streyma efni í gegnum AirPlay og Chromecast

  1. Tengdu iOS-tækið* og Apple TV/Chromecast við sama Wi-Fi-net
  2. Finndu og ýttu á AirPlay-/Chromecast-táknið (ef þú reynir að nota AirPlay til að spila myndefni frá Viaplay skaltu fyrst setja það í gang)
  3. Merktu þitt Apple TV-/Chromecast-tæki á listanum yfir sýnileg tæki og byrjaðu að spila myndefnið
  4. Nánari upplýsingar er að finna hér fyrir Apple TV og hér fyrir Chromecast en þú getur líka heimsótt þjónustusíðuna fyrir Apple TV eða Chromecast.

*Tæknikröfur til að geta notað þessa aðferð: iPhone eða iPad með iOS 14 eða nýrri, ásamt Apple TV 2. Fyrir Chromecast þarf að nota gerð frá 2013

Hafðu aðgang að Viaplay í iPhone án nettengingar

Með vinsæla Viaplay-forritinu er auðvelt að fletta á milli flokkanna „Sjónvarpsþættir“, „Kvikmyndir“ og „Íþróttir“ í þægilegri valmyndinni. Þú færð góða yfirsýn yfir allt efnisinnihald og getur auk þess vistað tiltekið efni til áhorfs þar sem engin nettenging er til staðar.

  1. Hægt að vista myndefni og horfa á það án nettengingar.
  2. Stjörnumerking – merktu þitt uppáhalds efni og settu saman spilunarlista sem er aðgengilegur á öðrum Viaplay-tækjum sem þú notar.
  3. Góð yfirsýn yfir úrval og flokka, ásamt þægilegum flettimöguleikum