Viaplay í Chromecast

Fáðu aðgang að vinsælum sjónvarpsþáttum, yfir 1000 kvikmyndum, íþróttum í beinni og mörgu fleiru með Chromecast tengt við sjónvarpið þitt. Þú getur notað Chromecast með tölvu, farsíma eða spjaldtölvu – það eina sem þú þarft að gera er að tengja Chromecast við HDMI-tengið í sjónvarpinu. Tengdu fartækið þitt við þráðlausa netið og streymdu síðan þínu eftirlætisefni beint í sjónvarpið.

Þú þarft að vera viðskiptavinur Viaplay til að geta nálgast efnið. Vegna réttindamála er hugsanlegt að ólíkt efni sé í boði fyrir PC-tölvur og iPhone/iPad. Við vinnum að því hörðum höndum að upplifunin verði álíka efnismikil og þegar horft er í tölvu. Hafðu í huga að þú þarft hraða nettengingu og að innheimt er fyrir netnotkun samkvæmt samningi þínum við símafyrirtæki.

Lestu nánar um það hvernig einfaldast er að streyma efni í gegnum Chromecast

  1. Tengdu tölvuna, iOS- eða Android-tækið* og Chromecast við sama Wi-Fi-net.
  2. Finndu Chromecast-táknið í forritinu og ýttu á það.
  3. Merktu þitt Chromecast-tæki á listanum yfir sýnileg tæki og byrjaðu að spila myndefnið.
  4. Nánari upplýsingar og aðstoð er að finna hér

*Tæknikröfur til að geta notað þessa aðferð: Android-snjallsími eða -spjaldtölva með Android 4.1 eða nýrri útgáfu. iPhone eða iPad, með iOS 14 eða nýrri útgáfu. Fyrir Chromecast þarf að nota gerð frá 2013.