Viaplay í Android

Viaplay er í boði sem forrit fyrir farsíma og spjaldtölvur og hægt er að sækja það á Google Play. Vegna réttindamála er hugsanlegt að ólíkt efni sé í boði fyrir farsíma og PC-tölvur. Hafðu í huga að þú þarft hraða nettengingu og að innheimt er fyrir netnotkun samkvæmt samningi þínum við símafyrirtæki. Þú getur einnig leigt og keypt stakar kvikmyndir í Viaplay Store.

Forritið er með stuðning frá Android 5 í farsímum og spjaldtölvum.

android_app_on_play_logo_small

Lestu nánar um það hvernig einfaldast er að streyma efni í gegnum Chromecast

  1. Tengdu Android-tækið* og Chromecast við sama Wi-Fi-net.
  2. Finndu Chromecast-táknið í forritinu og ýttu á það.
  3. Merktu þitt Chromecast-tæki á listanum yfir sýnileg tæki og byrjaðu að spila myndefnið.
  4. Nánari upplýsingar og aðstoð er að finna hér

*Tæknikröfur til að geta notað þessa aðferð: Android-snjallsími eða -spjaldtölva með Android 5 eða nýrri útgáfu. Chromecast-gerð frá 2013.

Hafðu aðgang að Viaplay í Android-tækinu án nettengingar

Njóttu þess að nota Viaplay í endurbættu forriti fyrir Android-notendur. Í forritinu geturðu meðal annars vista kvikmyndir og sjónvarpsþætti í símann þinn og horft án nettengingar – sem er fullkomin lausn þegar þú ert í fríi eða hefur ekki aðgang að nettengingu. Hafðu í huga að úrval kvikmynda og sjónvarpsþátta kann að vera annað en á viaplay.se vegna ólíkra réttindamála fyrir ólík stýrikerfi.

  1. Hægt að vista myndefni og horfa á það án nettengingar.
  2. Stjörnumerking – merktu þitt uppáhalds efni og settu saman spilunarlista sem er aðgengilegur á öðrum Viaplay-tækjum sem þú notar (Android- og iOS-tækjum, tölvu og Viaplay-boxinu).
  3. Góð yfirsýn yfir úrval og flokka, ásamt þægilegum flettimöguleikum.