Vefkökustefna

YFIRLIT

Til að þú getir fengið bestu mögulegu þjónustu og viðeigandi upplýsingar þegar þú heimsækir vefsíðu okkar (www.viaplay.is) notum við svokallaðar „vefkökur“ og álíka tækni, t.d. staðbundna geymslu (e. local storage). Þegar við notum hugtakið „vefkökur“ í þessari stefnu er vísað bæði til vefkakna og annarrar álíka tækni.

Að nota vefkökur auðveldar okkur (og öðrum þriðju aðilum sem hafa til þess heimild) að færa þér persónulega upplifun þegar þú heimsækir vefsíðuna okkar. Með þessu getum við einnig bætt okkar eigin þjónustu og tryggt að þú finnir það sem þú leitar að með einföldum hætti. Við viljum gjarnan að þú vitir hvernig við notum þessa tækni. Í þessari vefkökustefnu útskýrum við þess vegna hvaða vefkökur við notum, hvernig þær virka og hvaða valkostir bjóðast þér við notkun þeirra.

Hvað eru vefkökur?

Vefkökur eru litlar gagnaskrár sem netþjónn sendir í vafrann þinn; þær eru vistaðar í tækinu þínu til að vefsíðan geti borið kennsl á tölvuna þína. Til eru tvær gerðir af vefkökum, varanlegar vefkökur og tímabundnar vefkökur (e. session cookies). Varanlegar vefkökur eru vistaðar sem skrár í tölvunni þinni eða snjalltæki til lengri tíma. Tímabundnum vefkökum er komið fyrir í tölvunni þegar þú heimsækir vefsíðuna okkar, en þær hverfa þegar þú lokar vefsíðunni og eru þar með ekki vistaðar varanlega í tækinu.

Við og þjónustuaðilar okkar geta nýtt sér eftirfarandi gerðir af vefkökum:

Nauðsynlegar vefkökur: Þessar vefkökur eru algerlega nauðsynlegar til að við getum haldið úti vefsíðunni okkar. Við getum t.d. notað þessar vefkökur til að staðfesta og auðkenna gesti á síðunni þegar þeir nota vefsíðuna, en þetta er nauðsynlegt til að við getum haldið úti þjónustu okkar. Án þessara vefkakna gætum við ekki borið aftur kennsl á þig og þar með fengir þú ekki aftur aðgang að þjónustum okkar. Þessar vefkökur auðvelda okkur einnig að standa við almennu skilmálana okkar og tryggja öryggi þjónustu okkar.

Þær nauðsynlegu vefkökur sem við notum eru:

 • HasPersistentLogin (vistuð í 90 daga), öryggiskóði fyrir innskráningu. Notuð til að auðvelda notandanum að vera áfram innskráður;
 • Cookie_agreement (vistuð í 1 ár), notuð til að staðfesta að notandinn hafi fengið upplýsingar um notkun vefkakna; og
 • Session (vistuð í 1 sólarhring), notuð til að halda utan um innskráningarlotu notandans.

Vefkökur fyrir fullnustu og vefkökur fyrir virkni: Þessar vefkökur eru ekki bráðnauðsynlegar, en með þeim getum við gert netupplifun þína hjá Viaplay persónulegri. Með þeim getum við t.d. munað eftir stillingunum þínum, en þannig þarftu ekki að veita okkur aftur þær upplýsingar sem þú hefur þegar gefið upp, t.d. þegar þú skráir þig í þjónustu hjá okkur. Við notum einnig þessar vefkökur til að safna saman upplýsingum (t.d. um vinsælar síður, áhorfsmynstur og smellitíðni) um það hvernig gestir okkar nota þjónustu okkar, en þetta er gert til að við getum betrumbætt vefsíðuna og þjónustur okkar og framkvæmt markaðsrannsóknir. Ef þú velur að eyða þessum vefkökum verður virknin í þjónustum okkar takmörkuð.

Þær vefkökur fyrir fullnustu og virkni sem við notum eru:

 • ChannelsIntroShown (vistuð í 2 ár), notuð fyrir upplifun notandans þegar hann kemur aftur;
 • Suppress_cc_notification (vistuð í 1 dag), notuð til að fela tímabundið viðvörun um kreditkort sem er útrunnið eða rennur bráðum út, ef notandinn hefur valið að fela viðvörunina;
 • IsChatShown (vistuð í 1 dag), notuð fyrir upplifun notandans þegar hann kemur aftur í netspjall við þjónustuver; og
 • accessToken (vistuð í 1 dagr) – notuð til að halda utan um innskráningarlotur notandans.

Google Analytics

Notuð sérstaklega á vefsíðum til að búa til tölfræði um umferð og hvaðan umferðin kemur og til að meta skiptihlutfall (e. conversion) og sölu. Upplýsingar um hvernig slökkt er á þessu er að finna á https://support.google.com/analytics/answer/181881. Vefkökur sem notaðar eru:

 • _ga (allt að 2 ár) og _gid (vistuð í einn dag)
 • _gat (vistuð í 1 mínútu)

Visual Website Optimizer

Setur upp ólíkar útgáfur af vefsíðum til að sjá hvaða útgáfa skilar hæsta skiptihlutfalli eða mestri sölu. Nánari upplýsingar er að finna á: https://vwo.com/knowledge/what-are-the-cookies-stored-by-vwo/ til að slökkva á þessu, sjá https://vwo.com/opt-out/ Vefkökur sem notaðar eru:

 • _vis_opt_s (vistuð í 3 mánuði)
 • _vis_opt_test_cookie (eytt þegar heimsókn lýkur)
 • _vwo_ds (vistuð í 1 mánuð)
 • _vwo_uuid (vistuð í 10 ár)
 • _vwo_uuid_v2 (vistuð í 1 ár)

Vefkökur vegna auglýsinga: Þessar vefkökur nota upplýsingar um notkun þína á vefsíðu okkar og öðrum vefsíðum, t.d. vefsíðum sem þú heimsækir, til að geta fært þér auglýsingar sem sniðnar eru að þér, bæði í Viaplay og á öðrum vefsíðum. Auglýsingar af þessu tagi eru kallaðar „áhugasviðsauglýsingar“. Margar þessara vefkakna vegna auglýsinga tilheyra þjónustuaðilum okkar, sjá nánar hér að neðan.

Hvernig notum við vefkökur?

Við notum upplýsingar úr vefkökum til að gera vefsíðuna okkar notandavænni og til að við getum fært þér aðsniðna og betri þjónustu. Við kunnum einnig að láta nokkra þriðju aðila með heimild setja, fyrir okkar hönd, vefkökur á vefsíðuna okkar til að geta veitt þjónustu á sínum vegum.

Við kunnum að nota tímabundnar vefkökur til að gera þér kleift að fara á milli síðna á vefsíðunni okkar, án þess að þurfa að gefa upp upplýsingar að nýju.

Tímabundnar vefkökur eru einnig notaðar með öðrum hætti, m.a.:

 • Til að gera þér kleift að fara á milli síðna á vefsíðunni okkar og taka með þér upplýsingar, til að þurfa ekki að gefa upp upplýsingar að nýju, og til að þú getir fært þig á milli Viaplay og annarra sérvalinna vefsíðna á vegum NENT-fyrirtækjahópsins, svokölluð „einskráning“ (e. single sign-on);
 • Til að auðvelda okkur að bera kennsl á þig þegar þú kemur aftur á vefsíðuna til að nota þjónustur okkar;
 • Til að veita þér aðgang að vistuðum upplýsingum;
 • Til að við getum mælt með öðrum kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og íþróttarásum sem hæfa þínu áhugasviði; og
 • Til að tryggja að þú verðir ekki beðin(n) um að fylla út sömu könnunareyðublöðin mörgum sinnum.

Við (og þriðju aðilar okkar sem hafa til þess heimild) gætum kunnað að nota ópersónugreinanlegar upplýsingar úr bæði varanlegum og tímabundnum vefkökum í tölfræðitilgangi, t.d. eftirfarandi tilgangi:

 • Til að greina hvaða hlutar vefsíðunnar eru vinsælastir;
 • Til að fylgjast með notkun þjónustunnar og vefsíðunnar (tíðni og tími);
 • Til að veita þriðju aðilum nafnlausar upplýsingar til að hægt sé að færa þér viðeigandi auglýsingar;
 • Til að fylgjast með velgengni vara okkar;
 • Til að greina hversu oft þú og aðrir notendur heimsækið vefsíðuna og kaupið vörur; og
 • Til að framkvæma kannanir til að betrumbæta upplifun þína af vefsíðunni og starfsemi okkar.

Vefkökur frá þriðju aðilum

Þjónusta okkar felur í sér notkun á nokkrum utanaðkomandi kerfum. Vefkökur sem þessi kerfi nota lúta skilmálum umræddra vefsíðna og eru ekki undir okkar stjórn. Hér að neðan er að finna lista yfir þá samstarfsaðila sem nota vefkökur frá þriðju aðilum. Í vafra er hægt að slökkva á sumum þessara vefkakna á meðan aðeins er hægt að slökkva á öðrum á umræddum vefsíðum, í samræmi við leiðbeiningar sem þar er að finna. Hugsanlegt er að þriðju aðilar nýti sér einnig enn aðrar vefkökur. Dæmi um utanaðkomandi kerfi:

 • Google – safnar saman nafnlausum gögnum til að geta birt auglýsingar eftir áhugasviði. Nánari upplýsingar um Google-auglýsingar og hvernig slökkt er á þeim er að finna á https://support.google.com/ads/answer/2662922?hl=en
 • Facebook – notað til að skrá inn og búa til notanda í þjónustunni með Facebook-reikningi notanda. Í „Hvernig eru vefkökur fjarlægðar?“ hér að neðan er að finna upplýsingar um hvernig á að fjarlægja þessa vefköku.
 • Twitter – til að fylgjast með auglýsingakaupum
 • Zendesk Chat – notað fyrir bein samskipti á milli notandans og þjónustuvers okkar á vefsíðunni. Nánari upplýsingar um vefkökuna og hvernig slökkt er á henni eru hér: https://www.zendesk.com/company/customers-partners/cookie-policy/.

Hvernig eru vefkökur fjarlægðar?

Þú getur sjálf(ur) valið hvort þú samþykkir að taka á móti vefkökum eða ekki. Þú getur hvenær sem er fjarlægt vefkökur. Í sumum vöfrum er hægt að sjá allar vistaðar vefkökur og jafnvel stilla vafrann þannig að hann hafni vefkökum sjálfkrafa. Upplýsingar um hvernig þetta er gert er að finna í hjálparvalmynd vafrans og/eða fylgigögnum; einnig er auðvelt að finna upplýsingar um þetta í netleit með því að nota „fjarlægja vefkökur“ ásamt upplýsingum um heiti vafrans og stýrikerfið sem þú notar. Tekið skal fram að ef stillingum er breytt í vafranum er hugsanlegt að vefsíðan okkar og aðrar vefsíður virki ekki sem skyldi.

Breytingar á reglum okkar um vefkökur

Á þessari síðu verða veittar upplýsingar um allar seinni tíma breytingar okkar á vefkökustefnunni. Neðst í þessari stefnu mun koma fram hvenær hvaða breytingar hafa verið gerðar. Þegar við á verður þér einnig tilkynnt um breytingar með tölvupósti.

Hafðu samband

Spurningar, ábendingar og tilmæli sem varða þessa vefkökustefnu má gjarnan senda á support@viaplay.is.

Lestu persónuverndarstefnuna okkar til að fá upplýsingar um það hvernig við söfnum saman, vinnum og verndum þínar persónuupplýsingar.

Þessi vefkökustefna var síðast uppfærð þann 16. ágúst 2018.