Apple TV

Með forritinu okkar færðu aðgang að vinsælum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum ásamt æsispennandi íþróttaviðburðum sem tryggja þér afburða afþreyingu!

Viaplay-forritið er fáanlegt fyrir Apple TV 2, 3 og 4. Þú tengir einfaldlega Apple TV við HDMI-tengið í sjónvarpinu þínu.

Þú þarft að vera viðskiptavinur Viaplay til að geta nálgast úrvalið. Vegna réttindamála er hugsanlegt að ólíkt efni sé í boði í gegnum tölvu og Apple TV, en við vinnum að því hörðum höndum að upplifunin verði álíka efnismikil og þegar horft er í tölvu. Hafðu í huga að þú þarft hraða nettengingu og að innheimt er fyrir netnotkun samkvæmt samningi þínum við símafyrirtæki.

Lestu nánar um það hvernig einfaldast er að streyma efni í gegnum Apple TV

  1. Opnaðu Viaplay-þjónustuna
  2. Ef þig vantar aðgang að Viaplay-pakka er einfaldast að kaupa hann á viaplay.is. Þú getur einnig keypt pakka í Viaplay-þjónustunni í Apple TV.
  3. Opnaðu „Stillingar“ í Apple TV og veldu „Skrá inn á Viaplay“.
  4. Veldu efnið sem þú vilt horfa á og ýttu á „spila“.
  5. Þá er allt klárt!